Sætkartöflumauk

Uppskriftin er fyrir 10 manns

1½ kg sætar kartöflur skrældar og skornar í 4x4 cm bita
2 msk. ólífuolía
salt og pipar

Kartöflurnar eru settar í ofnskúffu og kryddaðar. Olíunni er blandað saman við og bakað við 180°C í 20-25 mínútur. Þær eru síðan settar í hrærivél, slegnar saman og smakkaðar til.

Í þennan grunn er mjög gott að setja hvítlauk, engifer eða hvort tveggja. Svo má setja appelsínu eða sítrónusafa til að létta og fá smásýru, einnig er gott að setja myntu og sýrðan rjóma og gera blautsalat.