Sætkartöfluréttur með ananas og papriku

Uppskriftin er fyrir 10 manns

6 stk. stórar sætar kartöflur skrældar og skornar gróflega
2 stk. grænar paprikur fræhreinsaðar og skornar í bita
2 stk. rauðar paprikur fræhreinsaðar og skornar í bita
4 stk. hvítlauksgeirar maukaðir eða fínt saxaðir
1 stk. ferskur ananas eða úr dós (án viðbætts sykurs), hreinsaður og skorinn í hæfilega bita
2 stk. meðallaukar saxaðir fínt
6 msk. ólífuolía
½ tsk. cayennepipar
salt og svartur pipar
1 msk. malað kúmín (broddkúmen)
1 msk. kóríanderfræ möluð

Sætu kartöflunum komið fyrir á bökunarplötu ásamt paprikunni, lauknum og hvítlauknum. Allt krydd og olía sett yfir.

Blandað vel saman og bakað við 180°C í 25-30 mín. Tekið út úr ofninum og ananasnum blandað saman við.

Gott að klára þetta með ferskum kryddjurtum, t.d. steinselju eða kóríander. Lostæti sem meðlæti með hvítu kjöti, steiktum fiski eða í stökkri tortilluskel.