Seljurótarklattar

Uppskriftin er fyrir 10 manns

1 kg seljurót hreinsuð og rifin
5 dl heilhveiti
4 stk. egg
4 msk. ólífuolía
3 msk. hvítlaukur saxaður
2 dl vatn
salt og pipar
tímían
olía til steikingar

Heilhveiti, eggjum, olíu, vatni og kryddi blandað saman og búið til frekar þykkt deig.

Seljurótin rifin niður og blandað saman við deigið ásamt hvítlauk.

Steikt á pönnu í litlum klöttum og ef steikt er mikið magn er gott að fullsteikja í ofni.

Gott er að bera fram með þessu ferska kryddjurtasósu.

Það má nota annað grænmeti, t.d. kúrbít, gulrætur og allt grænmeti sem hægt er að rífa niður nema kartöflur.