Sinneps-edikdressing

1 msk. dijon-sinnep
1 msk. hvítvínsedik
4 msk. ólífuolía
1 stk. hvítlaukur smátt saxaður
salt og svartur pipar
vatn

Allt sett saman í skál og hrært saman eða sett í krukku og hrist saman.

Það má nota hvaða edik sem er í sinneps-edikdressinguna og einnig gróft sinnep í staðinn – endilega prófa sig áfram; t.d. nota hrísgrjónaedik eða bæta smáhunangi út í eða balsam.