Skötuselur í kókos og chili

Uppskriftin er fyrir 10 manns

2 kg skötuselur skorinn í passleg stykki
3 stk. fersk chili (rautt, grænt eða báðir litir) fræhreinsuð og skorin í fína strimla
2 stk. sítrónugras ystu blöðin fjarlægð og það fínt saxað
4 stk. hvítlauksgeirar fínt saxaðir
1 bt. ferskur kóríander gróflega skorinn
3 stk. lime (safi og rifinn börkur)
3 msk. sesamolía
4 cm engifer fínt saxað
1 dós kókosmjólk (400 ml)
salt og pipar

Fiskurinn er settur í eldfast mót eða gastróbakka. Öllu hinu hráefninu er blandað saman og því hellt yfir fiskinn. Lok er sett á eða pakkað vel inn í álpappír.

Bakað í ofni við 190°C í 15-20 mínútur.

Best er að leyfa fiskinum að bíða smástund áður en lokið eða álpappírinn er tekinn af.

Borið fram með hrísgrjónum til að taka upp soðið með.

Það má einnig nota steinbít, rækjur eða humar og baka án þess að nota lok, en þá við lægri hita (u.þ.b. 165°C).