Spænsk eggjakaka

Uppskriftin er fyrir 10 manns

15 stk. egg
4 stk. meðalstórar kartöflur skornar í 2 cm bita
2 stk. meðalstórir laukar saxaðir
1 stk. paprika skorin í litla bita
150 g sveppir í sneiðum
salt og pipar
olía
200 g vatn eða mjólk

Kartöflur, laukur og sveppir er kryddað með salti og pipar og sett í hálfan gastróbakka og bakað við 180°C í 10-12 mínútur, síðan er þetta aðeins leyst frá botninum.

Eggin sett í skál ásamt vatni og kryddað til með salti og pipar. Þetta er síðan sett yfir grænmetið og paprikan þar yfir. Bakað við 120°C í 30 mínútur eða þar til eggin setjast. Borið fram með brauði og sinnepsdressingu.

Í þetta má setja hvað sem er og einnig bæta við kjöti, pasta eða osti.