Spænskt hrísgrjónasalat

Uppskriftin miðast við 10 manns

350 g hýðishrísgrjón
1 stk. blaðlaukur
1 stk. rauð paprika
1 stk. græn paprika
6 stk. tómatar
2 msk. kóríander
1 msk. söxuð steinselja eða þurrkuð

Dressing:
5 msk. ólífuolía
4 msk. grænmetisolía
3 msk. gróft sinnep
3 msk. hrísgrjónaedik
salt og pipar

Hrísgrjónin eru fullsoðin og kæld eilítið. 

Grænmetið skorið í strimla og sneiðar eins og við á.

Paprikan og blaðlaukurinn mýkt, annaðhvort í ofni eða á pönnu.

Grjónum, grænmeti og kryddi blandað saman og dressingunni svo hellt yfir og hrært vel saman.

Gott að láta standa í um klukkustund áður en borið er fram til að bragðið fullblandist.