Spaghetti með ítölskum kjötbollum

Uppskriftin er fyrir 10 manns

Puttanesca-sósa:

8 stk. hvítlauksgeirar mjög fínt saxaðir

½ tsk. cayennepipar
3 tsk. þurrkað óreganó
jómfrúarolía
4 stk. tómatdósir (teningar)
4 dl svartar ólífur
1½ dl kapers
2 msk. þurrkað basil
salt og svartur pipar

Hvítlaukur með cayennepipar og óreganó steiktur í smáolíu þar til hann er orðinn mjúkur, tómötum bætt í og soðið. Þá er ólífum og kapers bætt í og soðið áfram í fimm mínútur eða þar til sósan er farin að líta vel út. Smakkað til með salti og pipar og basil sett út í.

Til að setja aukið bragð í sósuna er mjög gott að nota ansjósur og þá um 16 flök – bæta þeim saman við með ólífunum.


1 kg þurrkað pasta soðið samkvæmt tíma sem gefinn er upp á pakka
800 g nautahakk
800 g grísahakk
2 stk. laukar fínt saxaðir
4 stk. hvítlauksrif fínt söxuð
4 msk. dijonsinnep
2 tsk. óreganó
2 tsk. basil
salt og svartur pipar

Allt hráefnið nema puttanesca-sósan sett saman í hrærivél og síðan hrært saman með spaða. Kryddað og mótaðar litlar bollur og steiktar á pönnu. Þær eru síðan settar í puttanesca-sósuna og þetta soðið saman þar til bollurnar eru vel eldaðar. Smakkað til.

Borið fram með brauði, ólífuolíu sem er sett á grunnan disk með grófu salti, svörtum pipar og smábalsamediki.