Steinbítur með soja- og engifermaríneringu

Uppskriftin er fyrir 10 manns

2 kg steinbítsflök
½ dl sesamfræ
1 dl sojasósa
4 msk. karrí
5 stk. hvítlauksgeirar saxaðir
4 cm engiferrót söxuð smátt
olía
salt og pipar
4 msk.hunang

Öllu blandað saman í lög og fiskinum velt upp úr honum. Látinn marínerast í eina eða tvær klukkustundir og síðan steiktur á heitri pönnu. Borinn fram með hrísgrjónum og soðnu brokkólíi.

Það má bæta kurluðum hnetum og t.d. appelsínumog sítrónum í maríneringuna.