Stökkar múslíkökur

15.9.2014

6 dl blandað múslí
60 gr smjör
½ dl púðursykur
1 tsk. lyftiduft
1 dl heilhveiti
½ dl soðið vatn
1 msk. hnetusmjör
½ dl sólblómafræ

Öllu blandað saman í skál og síðan mótaðar passlega stórar deigkúlur sem eru aðeins pressaðar niður á bökunarplötuna.

Þetta er síðan bakað við 175°C í 15-20 mínútur, kökurnar látnar kólna vel áður en þær eru bornar fram.

Þetta er einnig gott á morgunverðinn, má mylja yfir hann ef vill.