Súkkulaðikaka

15.9.2014

200 g dökkt súkkulaði (a.m.k. 55% kakó)
200 g smjör
4 stk. egg
120 g hrásykur
75 g gróft speltmjöl

Súkkulaði og smjör brætt saman.

Egg og sykur þeytt saman þar til létt og ljóst.

Súkkulaðiblöndunni bætt út í eggin í mjórri bunu og þeytt áfram í nokkrar mínútur.

Speltmjölið sigtað saman við og hrært saman með sleikju.

Sett í smurt form, 25-28 cm, lausbotna.

Bakað í 25-27 mínútur við 150°C.