Taco með nýrnabaunafyllingu

Uppskriftin er fyrir 10 manns

100 g laukur saxaður
1 kg pintó- eða nýrnabaunir soðnar (450 g ósoðnar)
1 stk. hvítlauksgeiri saxaður
2 cm engiferrót söxuð
100 ml tómatmauk
1 tsk. tímían
½ tsk. kanill
salt
pipar
vatn
10 stk. taco-skeljar eða mjúkar tortillur
1 dl rifinn ostur

Laukurinn er svitaður ásamt hvítlauk, engifer og kryddi.

Tómatmauki, baunum og vatni bætt út í og soðið saman.

Taco-skeljarnar eru hitaðar í ofni í tvær mínútur.

Maukið sett í skeljarnar og ostur ofan á.

Gott er að bera fram með þessu salat, guacamole (avókadómauk) og grjón.

Þessi fylling er líka tilvalin inn í burrito (mexíkóska pönnuköku) eða sem pottréttur með grjónum.