Tómat- og agúrkusalsa

Uppskriftin miðast við 10 manns

8 stk. stórir tómatar skornir í teninga
2 stk. agúrkur skornar í teninga
1 tsk. kóríander frosið eða þurrkað
¼ kn. steinselja söxuð eða þurrkuð
1 stk. rauðlaukur saxaður
3 msk. sítrónu- eða limesafi
salt og pipar

Öllu blandað saman og geymt í kæli í a.m.k. eina klukkustund áður en það er borið fram. Hentar einstaklega vel með mexíkóskum réttum.