Tómatsúpa

Uppskriftin er fyrir 10 manns

3 stk. laukar saxaðir
3 tsk.tímían
5 hvítlauksrif
2½ kg tómatar heilir í dós eða maukaðir
2 l vatn
1 stk. basilbúnt eða þurrkað basil
2 stk. bökunarkartöflur skornar í litla teninga
olía
salt og pipar
hlynsíróp (ef vill)

Laukurinn og hvítlaukurinn er svitaður ásamt kryddinu, tómötunum bætt út í (gott er að mauka þá í matvinnsluvél eða með töfrasprota). 

Vatni bætt saman við og kartöfluteningum. Látið malla við vægan hita þar til kartöflurnar eru fulleldaðar. Basilið er saxað og bætt út í undir lok suðutímans. Smakkað til með salti og pipar. 

Ef vill má setja nokkra dropa af hlynsírópi út í. Ef borið er fram á diskum er huggulegt að setja teskeið af sýrðum rjóma út á hvern disk.

Til að gera súpuna bragðmeiri má setja í hana tómatkraft, einnig er gott að bera fram með henni harðsoðin egg og gott heimabakað brauð. Eins má setja í hana lambakjöt, kjúkling eða pasta.