Turlu turlu – tyrknesk krás

Uppskriftin er fyrir 10 manns

3 stk. kúrbítar í teningum
1 stk. eggaldin í teningum
1 stk. laukur sneiddur
3 stk. hvítlauksgeirar
3 stk. sætar kartöflur í kubbum
2 stk. paprikur í bitum
3 stk. gulrætur í bitum
1 stk. sellerírót í bitum
ólífuolía
1 tsk. allrahanda (allspice)
3 tsk. kóríanderfræ möluð
1 l maukaðir tómatar
salt og pipar

Kúrbítar, eggaldin, sætar kartöflur, paprikur, gulrætur og sellerírót skorið í kubba.

Í þessum rétti er gott að forelda grænmetið í ofni. 

Sósan er elduð sér, þ.e. laukur svitaður í potti ásamt hvítlauk, allrahanda og kóríanderfræjum. Tómötunum hrært saman við og leyft að sjóða í 20 mínútur, kryddað með salti og pipar. Eldaða grænmetinu svo blandað út í sósuna skömmu fyrir framreiðslu.

Rétturinn var upphaflega nefndur Turlu en hann þótti svo góður að hann fékk nafnið Turlu Turlu. Turlu turlu er góður sem meðlæti með steiktu lambakjöti. Einnig er gott að setja soðnar baunir út í til að gera hann saðsamari.