Yndisleg fiskbaka

Uppskriftin er fyrir 10 manns

10 stk. stórar kartöflur skrældar og hlutaðar
niður
4 stk. egg harðsoðin skorin í báta (má sleppa)
200 g spínat skorið
2 stk. laukar saxaðir
2 stk. gulrætur skornar í tvennt og síðan fínt skornar
2 dl rjómi
3 dl mjólk
400 g rifinn ostur
safi úr tveimur sítrónum
3 msk.dijon-sinnep
½ bt. steinselja söxuð eða 3 msk. þurrkuð
1 kg hreinsuð ýsuflök eða þorskflök skorin í strimla
múskat
salt og svartur pipar
ólífuolía

Kartöflurnar eru settar í sjóðandi saltvatn og soðnar. Þegar þær eru tilbúnar þá eru þær stappaðar saman við múskat, ólífuolíu, salt og pipar og svo sett til hliðar.

Laukur og gulrætur svitaðar í fimm mínútur, rjóma og mjólk bætt saman við og soðið upp á því, tekið til hliðar. Sinnepi, osti, sítrónusafa og steinselju bætt saman við.

Fiskur, spínat og egg sett í eldfast mót (gastróbakka) og blandað saman.

Rjómablandið sett yfir fiskinn og svo kartöflustöppunni smurt yfir allt saman svo vel fari. Þetta er síðan eldað við 190°C í 25-35 mínútur þar til það er farið að gyllast.

Borið fram með bústnu salati.

Sleppa má eggjum í þessari uppskrift og svo má bæta verulega í grænmetið.