Hestatrygging

Góður hestur er eiganda sínum mikils virði og því er sjálfsagt að tryggja hann vel.  TM býður hestatryggingu sem hefur í för með sér ótvíræða kosti fyrir hestaeigendur hvort sem tryggja þarf hestinn sjálfan eða tjón sem hann veldur.

Hestaryggingar eru einungis í boði fyrir viðskiptavini TM.

Hestatryggingu er hægt að setja saman eins og hentar best fyrir þig og þinn hest og gilda tryggingarnar á Íslandi, hvort sem er við útreiðar, í hagagöngu, í flutningi eða þegar hesturinn er í húsi.

Hestarnir gegna mismunandi hlutverkum og þess vegna er hægt að tryggja hestana eftir þeim.

  • Reiðhestur
  • Keppnishestur
  • Kynbótahestur
  • Folald/trippi

Mismunandi tryggingarvernd og bótafjárhæðir eru eftir þessum flokkum en skrá þarf hlutverk hestins á umsókn.

Í hestatryggingu felst að umhirða hestsins, vistarverur og fóðrun skuli vera í samræmi við ákvæði laga um dýravernd og að bólusetja skuli fyrir þeim sjúkdómum og sýkingum sem dýralæknar ráðleggja, sem og vanda umhirðu tanna og hófa. 

Hægt er að innifela eftirtaldar tryggingar í hestatryggingu:


Grunnvernd

Sjúkrakostnaðartrygging hesta

Það getur verið mjög dýrt að fara með slasaðan eða veikan hest til dýralæknis. Tryggingin bætir allan réttmætan og ófyrirséðan lækniskostnað sem er bein afleiðing af slysum og/eða sjúkdómum. Sjúkrakostnaðartryggingar hesta endurnýjast ekki eftir að hesturinn nær 20 vetra aldri. Meira

Líf- og heilsutrygging hesta

Líf- og heilsutrygging greiðir bætur ef hesturinn deyr eða missir algjörlega heilsu sína. Hesturinn er einnig tryggður ef hann týnist eða honum er stolið.

Meira

Ábyrgðartrygging hesta

Sem eigandi hests getur þú orðið ábyrgur fyrir skemmdum eða slysum sem hann veldur. Þar sem oft er um háar upphæðir að ræða er mikilvægt að vera með ábyrgðartryggingu fyrir hestinni innifalda í hestatryggingu TM.

Meira

Takmörkuð líftrygging hesta

Tryggingin hentar þeim sem vilja tryggja hestinn en með ódýrari en góðri vernd. Takmörkuð líftrygging innifelur ekki heilsubrest (afnotamissi) ásamt því að fleiri takmarkanir eru á bótaskyldu en í líf- og heilsutryggingu.  Meira

Líftrygging fyrir fyl og folald

Ef um kynbótahryssu er að ræða og keypt er líf- og heilsutrygging er hægt að bæta við líftryggingu fyrir fyl og folald. Meira

Hóplíftrygging hesta

Ef tryggja þarf 15 hesta eða fleiri getur verið hagkvæmt að taka hóplíftryggingu.  Meira

Viðbótarvernd

Slysatrygging fyrir hestamenn

Slys sem hestamaður kann að verða fyrir fæst bætt úr slysatryggingu hestamanna. Slysatrygging innifelur bætur vegna varanlegrar örorku auk þess sem hægt er að innifela bætur bæði vegna tímabundins starfsorkumissis og dánarbætur vegna slyss. Meira

Hesthúsið

Öll hesthús þurfa að vera brunatryggð samkvæmt lögum. Við mælum einnig með því að hesthúsaeigendur séu með fasteignatryggingu, en hún bætir foktjón, glertjón, tjón vegna vatns ásamt fleiri atriðum.

Reiðtygi, hnakkar og annað lausafé

Við mælum með því að þau verðmæti sem liggja í lausamunum tengdum hestamennskunni, svo sem reiðtygjum og hnökkum, séu tryggð með innbústryggingu í hesthúsum. Innbústryggingin bætir tjón á lausamunum vegna til dæmis bruna, innbrots eða vatnstjóns.

Meira

Hestakerran

Kaskótrygging ökutækis bætir ekki tjón sem kann að verða á hestakerrum. Mælt er því með að allar dýrar hestakerur séu kaskótryggðar sérstaklega.

Brunatrygging hesta

Hægt er að brunatryggja hesta í hesthúsi fyrir verðmæti þeirra. Ákveðin heildarfjárhæð er gefin upp og tilgreindur fjöldi hesta sem tryggðir eru ásamt skráningarnúmerum þeirra. Þetta er góð lausn fyrir þá sem vilja aðeins tryggja sig fyrir þessari áhættu.


Umsókn um hestatryggingu

Skilmálar