Hjólreiða­trygging TM

Hjólreiðatrygging TM tryggir hjólið þitt fyrir skemmdum og þjófnaði og þig fyrir slysum og sjúkrakostnaði.

Tryggingin gildir í æfingum og keppni, á Íslandi og erlendis. Vertu viss um að þínar tryggingar séu í takt við þínar þarfir.

 

Tryggingin samanstendur af fjórum valkvæðum liðum; munatryggingu, ábyrgðartryggingu, slysatryggingu og sjúkrakostnaðartryggingu erlendis.

Þar sem hjólreiðakeppnir eru undanskildar í heimatryggingum TM og þar sem hámarksverðmæti hjóla eru 150-250 þúsund kr. í heimatryggingum TM mælum við eindregið með hjólreiðatryggingu TM fyrir þátttakendur í keppnum eða æfingum og eigendur verðmætra hjóla.

Fá verð í hjólreiðatryggingu

Vádís rafrænn ráðgjafi aðstoðar þig við að setja saman hjólreiðatryggingu sérsniðna að þínum þörfum. Þú sérð strax verðið á tryggingunni og getur gengið frá kaupunum fljótt og örugglega.

SJÁÐU ÞITT VERÐ

 

Munatrygging

Tryggir hjólið þitt og verðmætan aukabúnað á borð við gjarðir og pedala

Tryggingin bætir

 • Tjón á hjóli og tryggðum aukabúnaði vegna skyndilegra og óvæntra atvika.
 • Viðgerðir, þjófnað og altjón.
 • Skemmdir sem hjól verður fyrir í flutningum.

Tryggingin bætir ekki

 • Skemmdir vegna eðlilegrar notkunar, slit né galla.
 • Ef hjól er skilið eftir ólæst á almannafæri.
 • Tjón vegna flutninga ef pakkningar eru ekki fullnægjandi.

 

Ábyrgðartrygging

Ef þú hjólar á manneskju eða hlut getur það valdið þriðja aðila tjóni. Þessi valkvæði liður getur bætt slík tjón.

Tryggingin bætir

 • Skaða sem þú veldur á fólki eða hlutum.

Tryggingin bætir ekki

 • Tjón á hjóli eða aukabúnaði sem þú ert með að láni eða í leigu

 

Slysatrygging

Slys gera ekki boð á undan sér og þau geta haft í för með sér töluverðan fjárhagslegan kostnað. Þessi valkvæði liður getur bætt slík tjón.

Tryggingin bætir

 • Varanlegt líkamstjón (örorku) eða fráfall sem rekja má til hjólreiðaslyss.
 • Kostnað sem fylgir því að fá læknisaðstoð eða endurhæfingu á Íslandi eftir hjólreiðaslys.
 • Viðgerðir á tönnum sem brotna eða laskast.

Tryggingin bætir ekki

 • Meiðsl eða líkamstjón af völdum vélknúins ökutækis.
 • Fráfall sem rekja má til undirliggjandi sjúkdóma eða veikinda.
 • Meiðsl eða líkamstjón sem rekja má til sjúkdóma eða veiklu.

 

Sjúkrakostnaðartrygging erlendis

Ef þú slasast erlendis og þarft læknisþjónustu í því landi getur sjúkrakostnaður verið mjög hár. Þessi valkvæði liður getur minnkað áfallið.

Tryggingin bætir

 • Sjúkrakostnað vegna slyss eða fráfalls út af hjólreiðaslysi erlendis.
 • Annan kostnað eða útgjöld sem falla til út af slysi erlendis.
 • Kvalastillandi tannviðgerðir í neyðartilvikum.

Tryggingin bætir ekki

 • Slys sem má rekja til neyslu áfengis eða fíkniefna.
 • Slys sem má rekja til undirliggjandi sjúkdóma eða veikinda.
 • Kostnað við kaup á stoð- og hjálpartækjum.

Vinsamlega athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.

Skilmálar