Hugsað fyrir þig

Nú getur þú afgreitt tryggingamálin heima hjá þér.  

Appið, veflausnirnar og aðrar þjónustuleiðir TM, eins og þér hentar.

- Þjónusta TM er hugsuð fyrir þig


Rafrænn ráðgjafi

Á tm.is getur þú séð verð fyrir þínar tryggingar og gengið frá kaupum hvar og hvenær sem þér hentar. Þú þarft ekki að stressa þig á opnunartímum, mæta á staðinn eða hringja.


Rafræn auðkenning í gegnum netspjall

TM hefur opnað fyrir öruggt og auðkennanlegt netspjall, fyrst íslenskra tryggingafélaga. Rafræn auðkenning í netspjallinu er það sama og framvísa skilríkjum í útibúi.

Með því spörum við þér sporin og getum um leið miðlað til þín öllum upplýsingum um viðskipti þín við TM, hvort sem það eru iðgjöld, staða á tjónum eða almenn ráðgjöf og þjónusta.

Netspjallið er opið alla virka daga frá kl. 9-16 og á föstudögum frá kl. 9-15


TM appið

TM appið er þægileg samskiptaleið. Í appinu sérðu yfirlit yfir allar tryggingar, hvað þær innifela, iðgjöld og fleira.

Fáðu tjónið bætt á 60 sekúndum

Í gegnum appið getur þú tilkynnt um öll algengustu tjón á munum sem verða á heimilinu, svo sem á símum, spjaldtölvum, far- og heimilistölvum, sjónvarpstækjum, myndavélum og gleraugum. Appið leiðir þig áfram í gegnum einfalt ferli sem tekur örskotsstund og lýkur með því að bætur eru greiddar inn á bankareikning.

Kaskó- og hjólaskoðun

Með appinu getur þú framkvæmt kaskóskoðun á nýja bílnum án þess að yfirgefa innkeyrsluna. Skoðunin fer einfaldlega fram í appinu þar sem teknar eru myndir af ökutækinu og þá verður tryggingin virk. Á sama hátt fer skoðun fyrir hjól og rafhjól fram, vegna hjólreiða- og rafhjólatrygginga.

Sæktu appið á App Store eða Google Play

Sæktu appið á Google Play Sæktu appið í App Store