Iðgjaldaskrá

Útreikningur iðgjalda byggist á iðgjaldaskrá TM

Viðskiptakjör taka m.a. mið af tjónareynslu, viðskiptalengd, skilvísi, aldri vátryggingartaka og umfangi viðskipta.

Viðbótariðgjald

Ef ökutæki veldur tjóni þá  greiðir þú  viðbótariðgjald að fjárhæð 35.000 krónur ef tjónsbætur í hverju tilviki eru hærri en 200.000 krónur. Viðbótariðgjaldið fellur í gjalddaga um leið og TM hefur gert upp tjónið.

Iðgjaldsálag

Verði tjónareynsla félagsins vegna tiltekins vátryggingartaka með einhverjum hætti óeðlileg getur félagið ákveðið iðgjald fyrir hlutaðeigandi vátryggingu, þó ekki líf- og sjúkdómatryggingar, með sérstöku iðgjaldsálagi sem getur orðið allt að tífalt grunniðgjaldið. Til viðmiðunar skal haft hvort tjón séu óeðlilega tíð, hverjar tjónsfjárhæðir eru og hvort tjón hafi að einhverju leyti borið að með óeðlilegum hætti.

Sériðgjald

Einnig áskilur félagið sér rétt til að ákveða sériðgjald ef áhættumat félagsins gefur tilefni til. Við slíkt áhættumat er m.a. tekið tillit til upplýsinga sem koma fram í umsókn um vátryggingu, upplýsinga um tjónareynslu sem fram koma að öðru leyti en hér að ofan greinir, greiðslusögu og annarra atvika sem máli geta skipt.