Innbúsverðmæti - hvað á ég?

Það getur verið erfitt að átta sig á heildarverðmæti þess sem við eigum í innbúi okkar. Til innbús telst allt það lauslega sem við eigum og tökum með okkur þegar við flytjum svo sem húsgögn, allur fatnaður og skór, leirtau, heimilistæki, tölvur, hjól, íþrótta-, ferða- og útilegubúnaður, skartgripir, listaverk og allt hitt sem við eigum. 

Því miður þekkjum við of mörg dæmi þess að viðskiptavinir séu með of lága innbústryggingu þegar þeir lenda í tjóni. Því er mikilvægt að innbúsfjárhæð endurspegli raunverulegt verðmæti - án þess er ekki tryggt að fullar bætur fáist, komi til tjóns. Þegar bætt er við innbúið, það endurnýjað, ef fjölskyldan stækkar eða skipt er um húsnæði þarf að uppfæra innbúsfjárhæðina.

Reiknaðu verðmætið

Sláðu inn í formið hér að neðan og við reiknum út áætlað innbúsverðmæti þitt. 


Verðmæti:

Ef fjárhæðin sem kemur út úr þessum útreikningi er hærri en sú sem þú ert með í dag skaltu strax senda okkur tilkynningu.

Til að meta verðmætið innbúsins nánar getur verið gott að fara yfir hvert herbergi heimilisins og meta hvað það myndi kosta í dag að kaupa þau húsgögn, húsbúnað og fatnað sem þar eru. Þú getur stuðst við þetta form við verðmatið

Eru eignir umfram hámarksbætur?

Í innbúslið Heimatryggingar TM eru hámörk á einstökum liðum og því þarf að huga að viðbótartryggingum ef eignir á heimilinu eru umfram hámarkið.

  • Úr og skartgripir: Hámark 5% vátryggingarfjárhæðar. Dæmi ef vátryggingarfjárhæð innbús er kr. 10.000.000 sem er mjög algeng upphæð þá er hámark úra- og skartgripa kr. 500.000. 
  • Peningar, verðbréf, handrit, frumteikningar: Hámark 1% vátryggingarfjárhæðar.
  • Reiðhjól, barnavagnar og kerrur: Hámarksbætur eru í dag um kr. 100.000 ef lagður er fram reikningur. Hægt er að kaupa viðbótartryggingu fyrir dýrari reiðhjól.
  • Listmunir og söfn: Ef heildarverðmæti listmuna eða annarra muna fer yfir 10% af heildar vátryggingarfjárhæð innbús mælum við með sér tryggingu og að sendar séu til TM myndir og nánari upplýsingar.
  • Hámarksbætur í innbúskaskó: Í innbúskaskó eru hámarksbætur og því getur verið nauðsynlegt að kaupa sérstaka skaðatryggingu fyrir hluti sem eru verðmætari en hámarkið. Svo dæmi sé tekið eru hámarksbætur í hverju tjóni í innbúskaskó í TM3 kr. 530.000 og því eru þeir hlutir sem eru verðmætari en það aðeins tryggðir að því marki.

Hugaðu vel að þessum málum að minnsta kosti einu sinni á ári og hækkaðu innbúsverðmæti ef þörf er á eða kauptu sérstaka tryggingu fyrir þá muni sem fara yfir hámarkið.