Spurt og svarað

Eru tryggingar TM sem keyptar eru í gegnum vefinn eitthvað öðruvísi en aðrar tryggingar?

Nei,  með sölu á tryggingum í gegnum vefinn vill TM fyrst og fremst auðvelda nýjum viðskiptavinum að tryggja hjá TM. Þeir geta nú keypt algengustu tryggingarnar þegar þeim hentar. Hvar og hvenær sem er. Vörurnar sem TM býður í gegnum vefinn eru fullkomlega sambærilegar algengustu eigna, ökutækja og fjölskyldutryggingum fyrir einstaklinga. Verndin sem vörurnar veita eru því eins og sú sem flestir einstaklingar og fjölskyldur njóta. Eingöngu einstaklingar og fjölskyldur geta keypt tryggingar í gegnum vefinn hjá TM. Líf- og heilsutryggingar er ekki enn hægt að kaupa í gegnum vefinn en sækja má um þær hér.

Eftirtaldar tryggingar eru í boði:

Þú greiðir með kreditkorti
Á vefnum hjá TM er eingöngu hægt að greiða með kreditkorti og viðskiptin eru pappírslaus nema ef kemur til vanskila. Viðskiptavinir sem kaupa tryggi
ngar sínar í gegnum vefinn geta skoðað bæði greiðslu- og tryggingaryfirlit í Mínu Öryggi - þjónustusíðum TM á www.tm.is.

Get ég keypt tryggingar í gegnum vefinn ef ég er þegar tryggð(ur)  hjá TM?

Nei, vefurinn er leið fyrir nýja viðskiptavini og því er ekki hægt að kaupa tryggingar sem þegar eru í gildi hjá TM. Ef þú ert þegar tryggð(ur) hjá TM og hefur einhverjar spurningar varðandi vernd þína eða verð þá skaltu annað hvort skoða yfirlit yfir greiðslur og tryggingar á þjónustusíðunum í Mínu Öryggi, senda okkur tölvupóst á tm@tm.is eða hafa samband við næstu þjónustuskrifstofu TM í síma 515-2000.


Hvað er Mitt öryggi?

Mitt öryggi eru þjónustusíður þínar hjá TM.  Þar getur þú nálgast yfirlit yfir viðskiptin þín. Skoðað greiðslur, vátryggingayfirlit, lán, tjónamál og fleira. 

Til að virkja aðgang þinn að Mínu öryggi skráir þú þig inn á tm.is/mittoryggi. Aðgangsupplýsingar eru sendar í heimabanka og má nálgast undir "rafræn skjöl".

Af hverju er eingöngu hægt að greiða með kreditkorti?

Til að auka þægindi og lækka verðið. Með því að hafa mánaðariðgjaldið í sjálfvirkum greiðslum af kreditkortinu er engin hætta á því að þú gleymir að greiða iðgjaldið og að tryggingin sé fallin úr gildi ef á reynir. 

Er hægt að greiða með svokölluðum plúskortum?

TM tekur einungis við kreditkortum þar sem greitt er eftir á í gegnum vefinn. Ekki er hægt að greiða með plúskortum, fyrirframgreiddum kortum eða öðrum kortum þar sem þarf að leggja inn á kortin. Ástæðan er sú að ef gleymist að leggja inn á kortin þá næst ekki greiðsla og tryggingar fara í vanskil.

Ég bý úti á landi, get ég keypt tryggingarnar mínar í gegnum vefinn hjá TM?

Já, TM býður þjónustu um allt land.

Er hægt að nota tvö kreditkort til þess að kaupa tryggingar hjá TM í gegnum vefinn?

Nei, einungis er hægt að hafa eitt kort fyrir hverja kennitölu. Ef þú ert með tryggingu nú þegar hjá TM og slærð inn annað kortanúmer en það sem fyrir er, munu allar tryggingarnar færast á það kort sem þú notaðir nú við kaupin.

Er hægt að færa tryggingarnar yfir til TM strax - eða áður en samningur um aðrar tryggingar er útrunninn?

Algengast er að viðskiptavinir tryggingafélaga séu bundnir í heilt ár. Það þarf því að segja upp tryggingunni hjá gamla félaginu til að hægt sé að gefa út trygginguna hjá TM. Það er gert með því að fylla út uppsagnareyðublað. Þegar þú hefur lokið við kaup á tryggingum færð þú uppsagnareyðublaðið þitt sent í tölvupósti. Það þarft þú að undirrita og koma til okkar. Við munum sjá um að segja upp tryggingunum hjá gamla félaginu.

Hvað er biðtrygging?

Biðtrygging er trygging sem bíður þess að vera gefin út (biðtryggingu er þá breytt í gilda útgefna tryggingu). Biðtryggingar myndast þegar sami vátryggði hlutur (bíll/heimili/fasteign) er tryggður á sömu kennitölu annars staðar. Til að hægt sé að gefa út biðtryggingu þarf að skila inn útfylltu og undirrituðu uppsagnareyðublaði a.m.k. 15 dögum fyrir endurnýjun tryggingarinnar sem er í gildi þá stundina.

Undantekningar frá því eru ef verið er að skipta um eiganda á eign eða ökutæki eða verið að endurskrá bíl eftir að númerin hafi verið lögð inn tímabundið. Þá þarf ekki að skila inn útfylltu uppsagnareyðublaði. Ef trygging hefur verið felld vegna vanskila hjá öðru félagi er ekki hægt að gefa út biðtrygginguna fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu á vanskilunum.

Er hægt að skipta um kort á miðju tímabili?

Jú. Þú skráir þig inn á þjónustusíður TM Mitt öryggi með kennitölu og lykilorði. Undir liðnum Kortaupplýsingar hægra megin getur þú slegið inn nýtt kortanúmer. Athugaðu að hver viðskiptavinur getur einungis verið með eitt kreditkort í gildi í einu. Ef þú ert með fleiri en eina tryggingu færast iðgjöldin af öllum tryggingunum á hið nýja kort frá og með næsta gjalddaga. 

Tryggir TM mótorhjól, fjórhjól, vélsleða eða atvinnutæki í gegnum vefinn?

Fyrst um sinn er eingöngu hægt að tryggja fólksbifreiðar og jeppa til einkanota í gegnum vefinn hjá TM. Varðandi tryggingar á mótorhjólum, fjórhjólum, vélsleðum og atvinnutækjum þarf að hafa samband við næstu þjónustuskrifstofu TM.

Þarf ég að gera ráðstafanir áður en kaskótrygging tekur gildi?

Já, til þess að kaskótrygging taki gildi þarftu að fara með hann í ástandsskoðun á næstu þjónustuskrifstofu TMÁstandsskoðun tekur 1 mínútu og kostar ekkert.

Er fasteignatrygging gefin strax út við umsókn eða þarf að áhættumeta hana?

Fasteignatrygging er ekki gefin út fyrr en fulltrúi TM hefur skoðað fasteignina. Er það liður í áhættumati félagsins og það getur komið eigendum eigna sér vel að fá sérfræðinga TM heim til sín til að meta ástand eignarinnar.