Aðstoð

Mitt öryggi

Mitt öryggi gerir viðskiptavinum kleift að skoða tryggingar, viðskipta- og greiðslustöðu sína hjá TM á internetinu. Einnig er hægt að skoða stöðu tjóna og upplýsingar fyrir skattaskýrsluna svo sem greidd iðgjöld og vaxtagjöld af lánum. Vefslóðin er: http://www.tm.is/mittoryggi.

Nýskráning einstaklinga

Allir viðskiptavinir TM sem eru í TM-öryggi fá sendan heim aðgang að Mínu öryggi. Aðrir sækja um rafrænan aðgang á TM vefnum. TM sendir notandanafn og lykilorð heim til umsækjanda sem getur síðan veitt öðrum aðgang að eigin upplýsingum.

Nýskráning fyrirtækja

Sótt er um rafrænan aðgang að Mínu öryggi á TM vefnum. TM sendir notandanafn og lykilorð til umsjónarmanns fyrirtækis. Hann getur síðan veitt öðrum aðgang að upplýsingum fyrirtækisins.

Fyrstu skrefin

Þegar viðskiptavinur fær notandanafn og lykilorð sent getur hann farið inn á TM vefinn www.tm.is og tengst Mínu öryggi. Við fyrstu innskráningu þarf að breyta lykilorðinu sem úthlutað var. Einnig má breyta notandanafni en það verður að innihalda lágmark 4 bókstafi og/eða tölustafi en mest 10 stafi. Nota má punkt en ekki íslenska stafi. Síðan er góð regla að skrá farsímanúmer í stillingum því ef lykilorð gleymist er hægt að fá það sent með SMS-skilaboðum.

Yfirlit

Yfirlit gefur yfirsýn yfir eigin tryggingar, greiðslu- og viðskiptastöðu og stöðu tjóna. Einnig er hægt að skoða upplýsingar fyrir skattaskýrsluna svo sem greidd iðgjöld og vaxtagjöld af lánum.

Heimild

Þegar öðrum er veittur aðgangur að Mínu öryggi þarf að stofna hóp en fyrst þarf að fara í heimildir til að gefa viðkomandi aðgang. Kennitala er valin og dagsetning ef heimild er tímatakmörkuð og smellt á staðfesta.

Hópar

Veljið yfirlit og smellið á nýr hópur aðila. Ef maki eða sá sem tilheyra skal hópnum sést ekki er það vegna þess að sá aðili þarf fyrst að bæta þér inn í heimild hjá sér. Hakið síðan við nafn viðkomandi aðila og smellið á vista.

Stillingar

Í stillingum er hægt að breyta lykilorði og notandanafni.

Hægt er að fá lykilorðið sent í heimabanka eða með SMS-skilaboðum, hafi farsímanúmer verið gefið upp.

Gleymt lykilorð

Símar og netfang

Ef fleiri en eitt símanúmer er sett í hvern reit þá ber að aðgreina símanúmerin með kommu. Dæmi: 515 2000, 800 2000.

Útskráning

Smellið á Útskráningu til að hætta. Góð regla er líka að loka vefskoðaranum.