Notkunarreglur

 • Viðskiptavinir TM geta skoðað tryggingar, viðskipta- og greiðslustöðu og tjónasögu sína í Mínu Öryggi.
 • Viðskiptavinir sem eru í TM Öryggi fá sendan heim aðgang að Mínu Öryggi.
 • Fyrirtæki og aðrir geta sótt um aðgang á TM vefnum (www.tm.is).
 • Af öryggisástæðum er lykilorð ekki gefið upp í síma eða tölvupósti.
 • Breyta þarf lykilorði við fyrstu innskráningu í Mitt Öryggi.
 • TM áskilur sér rétt til að breyta notkunarreglum.
 • TM mælir með að notendur skrái sig ávallt út úr Mínu Öryggi og loki vefskoðaranum að lokinni notkun.
 • TM áskilur sér rétt til að loka Mínu Öryggi ef unnið er til dæmis að breytingum á kerfinu.
 • TM áskilur sér rétt til að hafa samband við viðskiptavin með því að hringja í þau símanúmer sem hann gefur upp í Mínu Öryggi.
 • TM áskilur sér rétt til að loka fyrir aðgang að Mínu Öryggi ef upp kemst um misnotkun.
 • Ef viðskiptavinur gleymir lykilorði sínu ákveður hann hvernig hann vill fá það sent til sín, í heimabanka eða sms (greiðist af TM). Viðskiptavinurinn þarf að hafa skráð inn farsímanúmerið sitt inn í Mitt Öryggi til að geta fengið lykilorðið sent sem sms.