• Ökutækjatrygging

Vel tryggt ökutæki er skynsamasti kosturinn

Umferðin er ekki hættulaus og því er ökutækjaeigendum að hluta til skylt að tryggja sig, farþega sína og ökutæki. TM er stolt af því að vera fyrsta íslenska tryggingafélagið til að bjóða eigendum umhverfisvænna fólksbifreiða grænar tryggingar en þær veita viðbótar afslátt af iðgjaldi ökutækja sem knúin eru áfram af aflgjöfum sem teljast umhverfisvænir.

Sjáðu strax hvað bílatryggingin kostar

Vádís rafrænn ráðgjafi aðstoðar þig við að setja saman bílatryggingu sérsniðna að þínum þörfum. Þú sérð strax verðið á tryggingunni og getur gengið frá kaupunum fljótt og örugglega.

Öryggi ungra ökumanna skiptir TM miklu máli. Við trúum því að gott samstarf ungra ökumanna og foreldra sé besta leiðin til þess að koma í veg fyrir slys hjá þeim sem eru að hefja ökuferilinn.

Bifreiðar

Kaskótrygging getur verið nauðsynleg viðbót við skyldutryggingu.

Lögboðnar ökutækjatryggingar eru ábyrgðartrygging sem bætir tjón sem bifreið veldur þriðja aðila og slysatrygging ökumanns og eiganda. Kaskótrygging getur í mörgum tilvikum verið nauðsynleg viðbót við skyldutryggingar en hún bætir skemmdir á eigin ökutæki komi til tjóns. 

Bílrúðutrygging bætir kostnaðinn af því að gera við eða skipta um rúðu.

Þrátt fyrir að bílrúðutrygging sé ekki lögbundin tryggja 98% allra ökutækjaeigenda bílrúðuna sérstaklega.  Bílrúður geta auðveldlega brotnað og það getur verið dýrt að skipta um þær. Bílrúðutrygging nær ekki bara til framrúðunnar heldur einnig til hliðar og afturrúðu ökutækis. TM býður þeim sem telja mögulegt að gera við bílrúðuna, bílrúðuplástur en hann má nálgast á næstu þjónustuskrifstofu TM.

Bílaábyrgð TM bætir fyrir framleiðslugalla í nýjum og notuðum bílum.

Ökutæki geta verið gölluð eins og aðrar vörur. Ef ökutækið er ekki í ábyrgð frá bílaframleiðenda sér Bílaábyrgð TM um að bæta tjón vegna framleiðslugalla.

Mótorhjól

Mótorhjól verða að vera tryggð með skyldutryggingu.

Þegar mótorhjól eru tryggð er alltaf tekið mið af því hvernig hjólið er notað og iðgjöld reiknuð út frá því. Skyldutrygging mótorhjóla innifelur ábyrgðar- og slysatryggingu.

Ferðavagnar

Tjón og skemmdir á ferðavögnum eru bætt með kaskótryggingu.

Með kaskótryggingu fyrir ferðavagna færð þú bætt tjón sem getur orðið á hjólhýsinu þínu, tjaldvagni eða fellihýsi, vegna árekstra, foks, innbrota, bruna o.fl.

Akstur erlendis

Sækja þarf um grænt kort ef ekið er á eigin ökutæki erlendis.

Ábyrgðartrygging ökutækja gildir um notkun ökutækisins á Íslandi og í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, sem og í Sviss. Ef ferðast er utan þess svæðis þarf að fylgja bifreiðinni alþjóðlegt vátryggingarkort, svokallað grænt kort.