Málefni TM

TM tekur virkan þátt og er styrktar­aðili fjölda verkefna og aðila. TM styrkir m.a. íslenska kvenna­knatt­spyrnu, TM mótin í fótbolta, Fimleika­samband Íslands, HSÍ og fjölmörg önnur íþrótta­félög og samtök. Einnig má nefna að TM er stoltur máttar­stólpi Borgar­leikhússins.

Forvarnir TM

TM tekur virkan þátt í forvarnarstarfi af ýmsum toga og styrkir ýmis málefni. Þar má nefna Bílpróf TM þar sem foreldrar og ungir ökumenn geta gert samning sín á milli um öruggan akstur. TM hefur einnig um árabil lagt mikla vinnu í að efla forvarnarstarf meðal sjómanna ásamt öðrum verkefnum sem tengjast heilsuvernd.

Grænt TM

Umhverfismál eru TM hjartans mál og hafa mörg verkefni á því sviði litið dagsins ljós á síðustu árum. Má þar nefna samstarf TM og Grænnar framtíðar um endurnýtingu og endurvinnslu rafeindabúnaðar sem til fellur hjá TM vegna tjónamála. Einnig má nefna að TM býður eigendum vistvænna ökutækja lægri iðgjöld.