Samstarf TM og FÍH

Félag íslenskra hljómlistarmanna og Tryggingamiðstöðin eru í samstarfi um vátryggingar félagsmanna FÍH. Það samstarf byggist á þremur meginstoðum.

Fagörorkutrygging fyrir félagsmenn

Um er að ræða tryggingu sem er sérstaklega ætluð tónlistarmönnum. Hún greiðir bætur að fjárhæð 8.250.000 í einu lagi ef félagsmaður hefur, af völdum slyss eða sjúkdóms, misst að öllu leyti færni sína til að sinna því starfi sem veitir honum aðild að FÍH.

Hægt er að sækja um fagörorkutryggingu á skrifstofu FÍH en samhliða umsókninni þarf að koma staðfesting um virka félagsaðild frá félaginu.

Víðtæk hljóðfæratrygging

TM hefur undanfarin ár boðið félagsmönnum í FÍH víðtæka tryggingu á hljóðfærum á hagstæðum kjörum. Tryggingin bætir meðal annars tjón af völdum bruna, vatnstjóns eða skyndilegs óhapps. Skrifstofa FÍH hefur milligöngu vegna umsókna um hljóðfæratryggingu.

Hagstæð kjör á tryggingum fyrir félagsmenn

TM býður félagsmönnum í FÍH hagstæð kjör á tryggingum heimilisins og vandaða ráðgjöf sérfræðinga á sviði vátrygginga. Fáðu tilboð í þínar tryggingar. Ráðgjafi TM hefur samband við fyrsta tækifæri.

Fá tilboð í tryggingar