Fyrirvari

vegna birtingar lýsingar dagsettri 11. apríl 2013

Lýsingin, sem finna má á þessari síðu, er dagsett 11. apríl 2013 og varðar útboð á hlutum í Tryggingamiðstöðinni hf. (hér eftir „TM“, „útgefandinn“ eða „félagið“) og beiðni stjórnar TM um töku útgefinna hlutabréfa í félaginu til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. (hér eftir „Kauphöllin“). Framangreint fer fram í samræmi við íslensk lög og reglugerðir, meðal annars lög nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti og reglugerð nr. 243/2006 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB, sem hefur verið innleidd í íslensk lög. Lýsingin hefur verið yfirfarin og staðfest af Fjármálaeftirlitinu. Lýsingin samanstendur af þremur aðskildum skjölum; útgefandalýsingu, verðbréfalýsingu og samantekt, sem öll eru dagsett 11. apríl 2013.

Útboðið telst almennt útboð í skilningi 1. tl. 43. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti og er markaðssett á Íslandi. Í útboðinu munu Stoðir hf. bjóða til sölu 218.550.000 hluti í TM eða sem samsvarar 28,7% af útgefnum hlutum í TM. Útboðið hefst klukkan 10:00 þann 22. apríl 2013 og lýkur klukkan 16:00 þann 24. apríl 2013.Niðurstöður útboðsins munu liggja fyrir í síðasta lagi kl. 9:00 þann 26. apríl 2013.

Lýsingin inniheldur þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar fjárfestum til þess að þeir geti metið eignir og skuldir, fjárhagsstöðu, afkomu og framtíðarhorfur TM sem og þau réttindi sem fylgja hlutum í TM sem bjóða á til sölu í útboði 22., 23. og 24. apríl 2013. Upplýsingar í lýsingunni má ekki skoða eða túlka sem loforð um árangur í rekstri eða loforð um ávöxtun fjármuna, af hálfu TM, Stoða hf., umsjónar- og söluaðilanna, Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans hf. kt. 471008-0280, Austurstræti 11, 155 Reykjavík, Íslandi og Fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka hf., kt. 491008-0160, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík, eða annarra aðila.

Fjárfestum er bent á að fjárfesting í hlutabréfum felur í sér áhættu og áður en ákvörðun er tekin um fjárfestingu í hlutum í TM ættu fjárfestar að fara yfir allar upplýsingar í lýsingunni. Fjárfestum er sér í lagi ráðlagt að kynna sér þá áhættu- og óvissuþætti sem geta haft veruleg áhrif á TM og virði hlutabréfa í TM, en þeim er lýst í kafla 1 í útgefandalýsingu og í kafla 1 í verðbréfalýsingu sem báðar eru dagsettar 11. apríl 2013.

Lýsingunni skal ekki dreifa, senda eða miðla á annan hátt til landa eða í löndum þar sem birting krefst frekari skráningaraðgerða eða annarra aðgerða en þeirra sem íslensk lög og reglugerðir krefjast eða þar sem slíkt bryti í bága við lög eða reglugerðir í viðkomandi landi.

Fyrirvari þessi er gerður í samræmi 2. tl .29. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 809/2004 frá 29. apríl 2004.

Í sumum lögsagnarumdæmum kunna lög að setja skorður við dreifingu lýsingarinnar. Því gerir TM kröfu um að allir viðtakendur kynni sér og hagi athöfnum sínum í samræmi við slík lög og skorður. TM, Stoðir hf. og umsjónar- og söluaðilarnir eru ekki skaðabótaskyld vegna dreifingar þriðja aðila á lýsingunni í neinni lögsögu. Lýsingin er einungis birt á íslensku, bæði á rafrænu og prentuðu formi. Útprentuð eintök má nálgast á skrifstofu TM, Síðumúla 24, 108 Reykjavík.


Skráningarlýsing TM (pdf skjal)