Söfnunarlíftrygging

Söfnunarlíftrygging TM líftryggingar er reglubundinn sparnaður ásamt því að vera líftrygging. 

Kostir við söfnunarlíftryggingu

  • Góð leið til að leggja fyrir og ávaxta fé sitt
  • Hentug leið fyrir fólk sem stenst ekki áhættumat í hefðbundnum líftryggingum
  • Skattfrjálsar líftryggingarbætur

Vátryggingartaki getur hvenær sem er á samningstímanum óskað eftir því að fá sparnað sinn greiddan út að hluta eða í einu lagi. 

Hægt er að breyta mánaðarlegum greiðslum að loknum upphafstíma en auk þess er hægt að breyta söfnunarleiðum eða færa á milli söfnunarleiða hvenær sem er á samningstímanum.

Sparnaðurinn og útgreiðsla hans er undanskilin tekjuskatti en greiddur er fjármagnstekjuskattur af ávöxtuninni eins og skattalög kveða á um.  

Um trygginguna

Einstaklingar sem eru með ríkisfang innan EES geta sótt um söfnunarlíftryggingu. 

Þú velur í byrjun eina söfnunarleið sem í boði er og hentar þér best og ákveður um leið hvert mánaðarlegt iðgjald eigi að vera svo og þann tíma sem sparnaðurinn á að taka, allt frá tíu upp í þrjátíu ár.  

Iðgjaldið er að lágmarki 5.000 kr. á mánuði.  Upphaflegt iðgjald sem þú valdir breytist  mánaðarlega í samræmi við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.   Sá hluti iðgjaldsins sem varið er til fjárfestingar ávaxtast í samræmi við gengi þeirrar söfnunarleiðar sem þú hefur valið.  Verðmæti söfnunarinnar ákvarðast af gengi  sjóða á vegum rekstrarfélaga sem félagið fjárfestir í til að mæta skuldbindingum sínum gagnvart þér.  Þú átt því rétt gagnvart tryggingafélaginu en engan rétt gagnvart undirliggjandi sjóði eða rekstrarfélagi hans. 

Kostnaður er samkvæmt gjaldskrá

Hvernig gæti ávöxtunin litið út

Í sýnidæmum hér fyrir neðan er sýnd vænt ávöxtun og uppsöfnuð iðgjöld miðað við þrjú samningstímabil og ákveðnar forsendur. Í öllum dæmum er miðað við 3% árlega hækkun vísitölu sem hefur áhrif á iðgjald.

  • Neðri hluti súlu sýnir uppsöfnuð iðgjöld sem ráðstafað er í hlutdeildarskírteini (höfuðstóll).
  • Efri hluti súlu sýnir vænta uppsafnaða nettó ávöxtun miðað við gefnar forsendur.

 

  • Vinstri súlurnar þrjár sýna vænta uppsafnaða ávöxtun og iðgjöld miðað við árlega 7% nafnávöxtun og mismunandi iðgjaldagreiðslur.
  • Hægri súlurnar þrjár sýna vænta uppsafnaða ávöxtun og iðgjöld miðað við 20 þúsund króna mánaðarlegt iðgjald, 7% árlega ávöxtun og mismunandi forsendur um eingreiðslu í upphafi samnings, það er 1, 3, og 5 milljónir.

Athygli er vakin á því að söguleg ávöxtun gefur ekki vísbendingu um framtíðarávöxtun. Ofangreindar upplýsingar eru einungis dæmi um ávöxtun miðað við gefnar forsendur. Í ofangreindum sýnidæmum hefur verið tekið tillit til kostnaðar vátryggingartaka sem skoða má nánar í gjaldskrá. Tölurnar miðast við lok samningstíma. Hafa þarf í huga, að fyrstu ár samningstímans getur ávöxtun verið neikvæð.

Söfnunarleiðir í boði

Söfnunarleiðir eru tengdar gengi verðbréfa- og fjárfestingarsjóða hjá Júpíter rekstrarfélagi.  Unnt er að velja tengingu við þessa sjóði:

Verðbréf með ríkisábyrgð.  Virk stýring (Júpiter Ríkisskuldabréfasjóður)

Sjóðurinn er ætlaður þeim fjárfestum sem vilja ávaxta fé sitt til lengri tíma með virkri stýringu á skuldabréfum með ábyrgð ríkissjóðs. Fjárfesting í sjóðnum ætti að vera hugsuð sem langtímafjárfesting þar sem sveiflur í gengi hans geta verið töluverðar.

Markmið sjóðsins er að auka verðmæti sjóðfélaga með virkri stýringu á skuldabréfum og öðrum fjármálagerningum tengdum skuldabréfum með ábyrgð ríkissjóðs Íslands. Með virkri stýringu getur meðallíftími eigna sjóðsins verið breytilegur frá einum tíma til annars. Þá geta eignir sjóðsins verið hvort sem er verðtryggðar eða óverðtryggðar.

>> Lesa nánar

Lykilupplýsingar
Útboðslýsing

 

Blandaður fjárfestingarsjóður (Júpiter Eignaleið III – Blandað safn)

Sjóðurinn er ætlaður þeim sem vilja ávaxta fé sitt til lengri tíma með virkri stýringu á skuldabréfum og hlutabréfum. Sjóðurinn hentar þeim sem vilja fjárfesta í dreifðu og blönduðu safni verðbréfa og hlutdeildarskírteina. Fjárfesting í sjóðnum ætti að vera hugsuð sem langtímafjárfesting þar sem töluverðar sveiflur geta verið í verðmæti sjóðsins.

Markmið sjóðsins er að auka verðmæti eigenda hans til lengri tíma með virkri stýringu á skuldabréfum. Leitast er eftir að ná fram áhættudreifingu með blönduðu safni skuldabréfa og innlána. Meðallíftími eigna sjóðsins getur verið breytilegur frá einum tíma til annars. Þá geta eignir sjóðsins verið hvort sem er verðtryggðar eða óverðtryggðar.

>> Lesa nánar

Lykilupplýsingar
Útboðslýsing

Fjárhagsleg áhætta tengd söfnunarleiðum

Ávöxtun söfnunarleiða hjá Líftryggingamiðstöðinni er tengd gengi ákveðinna verðbréfa- og fjárfestingarsjóða hjá Júpíter rekstrarfélagi og Amundi Asset Management. Söfnunareign getur því aukist, rýrnað eða staðið í stað, m.a. vegna breytinga á efnahagsástandi, óvissu í stjórnmálum, náttúruhamfara eða annarra áhættuþátta.   Í söfnunarlíftryggingu er hægt að velja á milli söfnunarleiða sem fela í sér mismikla áhættu sem miða að mismunandi þörfum. Jafnan er mælt með því að dregið sé úr áhættu  eftir því sem styttist í innlausn og notkun sparnaðar. Athygli er vakin á því að söguleg ávöxtun gefur ekki vísbendingu um framtíðarávöxtun. Um skattlagningu fer samkvæmt lögum um tekjuskatt nr. 90/2003 og um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur nr. 94/1996. Vegna frekari skattalegra upplýsinga er bent á að leita til sérfræðinga á borð við skattalögfræðinga eða endurskoðendur.   Ofangreind umfjöllun felur ekki í sér fjárfestingarráðgjöf, ráðleggingar eða hvatningu um val á tiltekinni söfnunarleið umfram aðra, heldur er einungis um upplýsingagjöf að ræða. Mælt er með að einstaklingar kynni sér ítarupplýsingar um mismunandi söfnunarleiðir en hægt að nálgast upplýsingablöð, lykilupplýsingar, útboðslýsingar, fjárfestingarreglur og fleira á vef Júpiters, www.jupiter.is.Umsókn um söfnunarlíftryggingu
Áreiðanleikakönnun
Beiðni um breytingu á söfnunarlíftryggingu
Skilmálar