TM mót Stjörnunnar í knattspyrnu


TM mót Stjörnunnar í knattspyrnu árið 2016

TM Mót Stjörnunnar fer fram á knattspyrnusvæði Stjörnunnar í Garðabæ 23. - 24. apríl og 30. apríl - 1. maí. Keppt er í 5. 6. 7. og 8. flokki hjá strákum og stelpum og er það nýbreytni á TM móti Stjörnunnar að bjóða 8. flokki að taka þátt. 

Mótsskrá - allar upplýsingar um mótið, reglur og leikjaplan.

Spilaður er 5-manna bolti í öllum flokkum nema í 5.flokki þar sem spilaður verður 6-manna bolti á ¼ af heilum velli sem er einnig nýjung á mótinu í ár. 

Leikið verður á eftirfarandi dögum: 
23. apríl - 7.fl kk 
24. apríl - 6.fl kvk, 7.fl kvk, 8.fl kk og 8.fl kvk 
30. apríl - 6. fl kk 
1. maí - 5.fl kk og 5.fl kvk 

Myndir frá fyrri helginni 23. - 24. aprílMyndaleikur TM móts Stjörnunnar

Leikurinn felur í sér að hvert lið sendir inn skemmtilega mynd af hópnum. Þessi keppni á að efla liðsandann og hrista alla saman fyrir mótið. Við mælum með því aðgera mikið úr þessum leik á æfingu og leyfa börnunum að koma með hugmyndir að því hvernig myndin á að líta út.

Nánari upplýsingar;

1. Hvert lið má senda eina mynd.

2. Mynd má senda á postur@tm.is

4. Skilafrestur mynda fyrir TM mótið er til 17. apríl.

5. Myndirnar birtast á heimasíðu TM.is og á facebooksíðu TM.

7. Við val á bestu myndinni er farið eftir því hversu mikið hefur verið lagt í útfærslu, frumleika myndarinnar, einnig skipta „like“ á facebook máli en eru ekki algild. Dómnefnd mun því vinna krefjandi en skemmtilegt verk.

8. Tilkynnt verður um verðlaunamyndina 22. apríl á facebooksíðu TM og verðlaun veitt á mótinu.

Verðlaunin eru út að borða og í bíó fyrir alla liðsmenn og þjálfara.

Á Facebook síðu TM má sjá myndirnar sem tóku þátt

Grindavík vann myndaleikinn

Við minnum einnig á#tmmotid fyrir þá sem verða duglegir að taka myndir á símann á mótinu.

Gangi ykkur vel!