TM mótið

TM mót Stjörnunnar 2017

TM mót Stjörnunnar fer fram á knattspyrnusvæði Stjörnunnar í Garðabæ 20. - 23. apríl og 29. apríl - 30. apríl. Keppt er í 5., 6., 7. og 8. flokki hjá strákum og stelpum. Um 3.500 börn spila á mótinu og öll fá þau vegleg verðlaun og þátttökupening. Á milli leikja verður í boði að fara í minigolf, frisbí og skjóta á körfu. 

Laugardagur 29. apríl - Dagskrá


TM mót Stjörnunnar er í fullum gangi og nú er fyrri helgin afstaðin þar sem strákar og stelpur í 5., 6. og 7. flokki kepptu sín á milli. Hér er hægt að skoða myndir sem teknar voru af liðunum.


Leikjafyrirkomulag mótsins
20. apríl - 5.fl.kk og 5.fl.kvk
22. apríl - 6.fl.kk
23. apríl - 6.fl.kvk og 7.fl.kvk

29. apríl - 7.fl.kk
30. apríl - 8.fl.kk og 8.fl.kvk

Vallarplan, leikjaplan og önnur dagskrá mun birtast hér á vefnum fyrir hvern keppnisdag.

TM óskar öllum börnum góðrar skemmtunar og munið að æfingin skapar meistarann.


Pæjurnar okkar komnar í íslenska kvennalandsliðið

TM mótin sem einnig hafa verið nefnd Pæjumótin hafa verið vinsæl hjá ungum fótboltastúlkum í gegnum árin. Íslensku landsliðskonurnar okkar í knattspyrnu mættu margar á TM mótin þegar þær voru ungar og stigu þar sín fyrstu skref í boltanum. Margrét Lára Viðarsdóttir er meðal þeirra sem tóku þátt í Pæjumótsævintýrinu þegar hún var ung en hún var kosin íþróttamaður ársins 2007 og hefur meðal annars spilað með kvennalandsliði íslands í fjölda ára. Hún vann náið með TM á árunum 2007-2010, hvatti stelpurnar áfram og kenndi þeim ýmis „trix“. DVD diskurinn „Trixin í takkaskónum“ var gefinn út árið 2009.

Pæjumótin eru fjörug og skemmtileg og eru hvatning fyrir ungar knattspyrnustelpur” segir Sara Björk Gunnarsdóttir fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

Sara Björk segir að TM mótin hafi verið eitt af því skemmtilegasta sem hún gerði þegar hún steig sín fyrstu skref í boltanum. “Ég fór einu sinni á Pæjumótið í Eyjum en ég er uppalin í Haukum og við fórum mjög oft á Pæjumótið á Siglufirði. Ég man þegar við unnum mótið á Siglufirði. Mjög eftirminnileg minning sem ég mun aldrei gleyma.” segir Sara Björk.

Katrín Ásbjörnsdóttir hefur stundað fótbolta af miklum krafti frá því hún var fimm ára. Hún hefur fengið að spreyta sig með íslenska landsliðinu en hún byrjaði að spila með KR og spilar nú með Þór á Akureyri. Katrín fór bæði á TM mótið í Eyjum og á Siglufirði á sínum tíma, einnig hefur hún þjálfað á þeim.

 „Þetta voru skemmtilegir tímar. Vel haldið utan um þessi mót og ég man hvað ég hlakkaði alltaf mikið til allt sumarið að fara á mótin. Ég verð án efa að segja að þessi mót gerðu fótboltann miklu skemmtilegri á þessum tíma. Ef ekki hefði verið fyrir þau þá held ég að margir hefðu gefist upp og hætt. Ég var í KR á þessum tíma og stemningin á Pæjumótunum var alveg frábær, við bjuggum til söngva og studdum við bakið á hinum KR-ingunum.“ Segir Katrín.

Það er ekkert nema jákvætt sem snýr að Pæjumótum TM“. Katrín Ásbjörnsdóttir hvetur ungar knattspyrnustelpur áfram!

Katrín hvetur stelpurnar til að æfa vel en fyrst og fremst að hafa gaman af þessu. Hún segir að félagslagsskapurinn sé ómetanlegur og að hann sé svo stór þáttur af íþróttinni. „Knattspyrnustelpum fjölgar ár frá ári og sumarmótin hafa þar veruleg áhrif“ segir Katrín.


Fréttir og myndir af liðnum TM mótum

Pæjumót

TM mót 2016

TM mót 2015

Pæjumót 2014

Pæjumót 2013

Pæjumót 2012

Pæjumót 2011

Pæjumót 2010

Pæjumót 2009

Pæjumót 2008

Pæjumót 2007