Stjórnin


Stjórn

Hafa má samband við stjórn TM á netfanginu stjorn@tm.is.

Andri Þór Guðmundsson

Andri var skipaður í stjórn TM í ágúst 2013. Hann hefur verið forstjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf. frá árinu 2004. Andri er með cand.oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og lauk árið 2002 MBA-prófi frá Rotterdam School of Management.

Andri situr í stjórn Mjallar-Friggjar ehf., Býlisins okkar ehf., Kolefnis ehf., Sólar ehf., Danól ehf., Borgar Brugghúss ehf. og OA eignarhaldsfélags ehf. Hann er einnig í stjórn Ofanleitis 1 ehf., Verzlunarskóla Íslands ses. og Viðskiptaráðs. Hlutafjáreign hans í félaginu nemur 120.000 hlutum.

Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila. Andri er fæddur árið 1966.

Einar Örn Ólafsson

Einar tók sæti í stjórn TM í mars 2017. Einar starfaði hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og Íslandsbanka 1997–2001 og 2004–2009, var forstjóri Skeljungs 2009–2014 og framkvæmdastjóri Arnarlax 2014–2016.

Einar er menntaður véla- og iðnaðarverkfræðingur og hefur MBA-gráðu. Einar er stjórnarformaður Gámaþjónustunnar hf. og Dælunnar ehf. Hann á Eini ehf. sem á 2,89% hlut í TM.

Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila. Einar er fæddur 1973.

Kristín Friðgeirsdóttir

Kristín var skipuð í stjórn TM í ágúst 2013. Hún er ráðgjafi og kennari í stjórnunar- og rekstrarfræðum við London Business School. Kristín hefur starfað sem ráðgjafi hjá McKinsey, Intel, Yahoo og öðrum vef- og fjármálafyrirtækjum.

Kristín útskrifaðist með BS-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1995, MS-gráðu í fjármálaverkfræði frá Stanford-háskóla árið 1997 og lauk árið 2002 Ph.D. í rekstrarverkfræði frá sama skóla. Kristín situr í háskólaráði Háskólans í Reykjavík, er stjórnarformaður Haga hf. og situr í stjórn Distica hf. og Völku ehf.

Kristín er fædd árið 1971. Hlutafjáreign hennar í TM er engin og engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskipta- eða samkeppnisaðila.

Helga Kristín Auðunsdóttir

Helga Kristín hefur starfað um átta ára skeið sem stjórnandi og lektor við Háskólann á Bifröst. Þar áður starfaði hún sem lögfræðingur hjá Stoðum hf. og kennari við háskólann í Miami.

Helga lauk BS-prófi í viðskiptalögfræði og ML-prófi í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst, LLM-prófi frá háskólanum í Miami í alþjóðlegum viðskiptarétti og samningagerð og mun ljúka doktorsnámi vorið 2020 frá Fordham University í Bandaríkjunum þar sem hún hefur meðal annars rannsakað fjárfestingar vogunarsjóða og hvaða þættir hafa áhrif á það hvernig þeir beita sér sem hluthafar í skráðum félögum.

Helga hefur haldið erindi á fjölmörgum alþjóðlegum ráðstefnum um nýsköpun á sviði lögfræði og fjórðu iðnbyltinguna. Helga Kristín sat í varastjórn TM frá 2012–2015.

Hlutafjáreign hennar í TM er engin og engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskipta- og samkeppnisaðila. Helga Kristín er fædd árið 1980.

Örvar Kærnested

Örvar tók fyrst sæti í stjórn TM í desember 2012. Hann er fæddur árið 1976 og er sjálfstætt starfandi fjárfestir. Örvar er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum. Örvar starfaði á árunum 1999–2008 hjá Kaupþingi banka og síðar hjá Stodir UK Ltd. Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila.

Varastjórn

Bjarki Már Baxter

Bjarki Már tók fyrst sæti í stjórn TM í desember 2012. Hann er sjálfstætt starfandi lögmaður og var yfirlögfræðingur WOW air ehf. Á árunum 2013 – 2015 starfaði hann sem lögmaður hjá Hildu ehf. og 2011–2013 var hann yfirlögfræðingur slitastjórna Frjálsa hf. og SPRON hf. Hann situr í stjórn Hylju verktaka ehf. Hlutafjáreign hans í félaginu er engin. Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila. Bjarki Már er fæddur árið 1982.

Bryndís Hrafnkelsdóttir

Bryndís tók sæti í varastjórn TM í mars 2011. Hún er viðskiptafræðingur (cand.oecon.) frá Háskóla Íslands 1989 og með MS í viðskiptafræði frá sama skóla frá 2015. Hún hefur frá árinu 2010 verið forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands.

Á árunum 2000–2006 var hún framkvæmdastjóri Debenhams á Íslandi, starfaði á fjármálasviði samstæðu Kaupþings banka hf. 2007–2008 og var fjármálastjóri Landfesta hf. á árunum 2008–2010.

Hún er stjórnarformaður Ofanleitis 1 ehf. og formaður skólanefndar Verzlunarskóla Íslands. Einnig situr hún í stjórn Regins hf.

Hlutafjáreign hennar í TM er engin og engin hagsmunatengsl eru við stóra hluthafa, stærstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila. Bryndís er fædd árið 1964.

Starfskjaranefnd

  • Helga Kristín Auðunsdóttir
  • Einar Örn Ólafsson
  • Atli Atlason

Starfsreglur starfskjaranefndar

Starfskjarastefna

Kaupaukakerfi TM

Endurskoðunarnefnd

  • Andri Þór Guðmundsson
  • Sigurður Jónsson
  • Margrét Flóvenz

Starfsreglur endurskoðunarnefndar