Tilnefningar­nefnd og starfs­reglur


Tilnefningarnefnd TM hf.

Tilnefningarnefnd hefur það meginhlutverk að tilnefna frambjóðendur til stjórnarsetu í félaginu þegar kosning til stjórnar er á dagskrá hluthafafundar. Tilnefningarnefnd var komið á fót hjá TM hf. með samþykki hluthafafundar 25. október 2018 með breytingum á samþykktum félagsins sem mæla nú fyrir að tilnefningarnefnd skuli skipuð þremur mönnum og skulu tveir þeirra kosnir á aðalfundi. Stjórn félagsins skal skipa þann þriðja eigi síðar en mánuði eftir aðalfund.


Nánar er kveðið á um kjörgengi til tilnefningarnefndar, framboð til nefndarinnar, kosningu nefndarmanna, mat á óhæði þeirra svo og um störf og starfshætti nefndarinnar í starfsreglum hennar sem hluthafafundur skal samþykkja.


Í tilnefningarnefnd voru kosnar á hluthafafundi 25. október 2018 þær Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir og Jakobína H. Árnadóttir, sem jafnframt gegnir formennsku, en að auki situr í nefndinni Örvar Kærnested tilnefndur af stjórn félagsins.


Upplýsingar um starfsreglur tilnefningarnefndar.