Varðbergið forvarnarverðlaun TM

Varðbergið

Tryggingamiðstöðin veitir árlega forvarnarverðlaun til viðskiptavina sem skara fram úr í forvarnarmálum. Góðar og markvissar forvarnir auka rekstraröryggi og lágmarka tjónatíðni.

TM vonast til þess að verðlaunin verði hvatning fyrir önnur fyrirtæki auk þess sem verðlaunahafar haldi áfram góðu starfi og geri enn betur í framtíðinni.

Það er að mörgu að hyggja þegar litið er til forvarna. Sérfræðingar TM horfa meðal annars á neðangreinda þætti þegar fyrirtæki eru heimsótt og þau metin.

Varðbergið Öryggi starfsmanna

 • Persónuhlífar (hjálmar, skór og fleira)
 • Rýmingaleiðir og neyðarlýsing
 • Öryggisbúnaður við vélar og tæki
 • Þjálfunar- og menntunarmál

Varðbergið brunavarnir

 • Slökkvitæki/brunaslöngur (frágangur, merkingar og viðhald)
 • Viðvörunarkerfi/ vatnsúðakerfi (frágangur, viðhald og eftirlit)
 • Brunahólfanir (frágangur eldvarnarveggja, lagnagöt, hurðapumpur og fleira)

Varðbergið Annað

 • Innbrotavarnir
 • Vatnstjónsvarnir
 • Umgengni
 • Húsvarsla/fjargæsla
 • Geymsla verðmætra gagna og afritun tölvugagna

Skoða verðlaunahafa fyrri ára.