Verðlaunahafar Varðbergsins

Forvarnarverðlaun TM 2012

Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal hefur hlotið forvarnarverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar fyrir árið 2012. Í umsögn um fyrirtækið segir að það búi að öflugri liðsheild starfsmanna sem leggja grunninn að því að öllum framleiðslu, gæða- og öryggisstuðlum sé fullnægt.  Öryggisvitund og forvarnir skili árangri sem um munar, sem felist í fækkun slysa og veikinda.

Forvarnarverðlaun TM 2011

Útgerðarfyrirtækið Síldarvinnslan hf. hlaut í ár Varðbergið, forvarnaverðlaun TM. Undanfarin ár hefur Síldarvinnslan hf. verið með mjög sterka og framsýna sýn á öryggis- og forvarnamál og þar er unnið markvisst forvarnarstarf sem hefur falið í sér bætta öryggishegðun og heilsuvernd starfsmanna.

Forvarnaverðlaun TM 2010

Útgerðarfyrirtækið Þorbjörn hf. hefur hlotið Varðbergið, forvarnaverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar. Um Þorbjörn segja sérfræðingar TM í forvörnum að félagið leggi mikla áherslu á gæði og gæðastjórnun í vinnsluferli fiskafurða sinna. Skilgreindar hafa verið starfsreglur sem byggja á áhættugreiningu (HACCP) þar sem heilnæmi og gæði eru höfð að leiðarljósi.

Forvarnaverðlaun TM 2008

Lýsi hf. hefur hlotið forvarnarverðlaunin Varðbergið. Verðlaunin hlýtur árlega viðskiptavinur Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) sem þykir skara fram úr á sviði forvarna gegn óhöppum og slysum.

Forvarnarverðlaun TM 2007

Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur hlotið forvarnarverðlaunin Varðbergið. Verðlaunin hlýtur árlega viðskiptavinur Tryggingamiðstöðvarinnar sem þykir skara fram úr á sviði forvarna gegn óhöppum og slysum. TM veitti jafnframt fyrirtækjunum Eykt hf. og Skeljungi hf. sérstaka viðurkenningu fyrir forvarnir.