Sumarhúsatrygging

Upplýsingaskjal

Staðlað upplýsingaskjal um vátryggingu

Í þessu skjali finnur þú allar helstu upplýsingar um trygginguna. Vakin er athygli á því að atriði sem talin eru upp hér fyrir neðan eru ekki tæmandi listar heldur algeng og lýsandi atriði sett fram í þeim tilgangi að gefa þér góða mynd af tryggingunni í stuttu máli. Nákvæmari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar. Nýjustu skilmála og frekari upplýsingar um trygginguna finnur þú á tm.is og í TM appinu. Ef þú kaupir trygginguna færðu skírteini og þá skilmála sem gilda í þínu tilviki og getur þar séð nákvæmlega hvernig tryggingavernd þinni er háttað. Þú getur alltaf nálgast yfirlit yfir þínar tryggingar og iðgjöld í TM appinu.

Hvernig trygging er sumarhúsatrygging?

Sumarhúsatrygging TM tryggir bæði sumarhúsið sjálft og innbú þess. Ýmsar verndir eru valkvæðar svo þú getur sett saman þá tryggingu sem hentar þér og þínu sumarhúsi best.

Hvað bætir tryggingin?

  • Vatnstjón.
  • Innbrot og skemmdarverk.
  • Fok- og óveður.
  • Skemmdir á húseign og innbúi vegna brots, hruns og sigs.
  • Frostsprunga á innanhússvatnsleiðslukerfi.
  • Snjóþungi sem sligar þak og veggi húseignarinnar.
  • Sótfall frá kynditækjum og eldstæðum.
  • Brot á rúðugleri.
  • Brot á hreinlætistækjum.
  • Skemmdir og tjón á innbúi vegna bruna og þjófnaðar.
  • Skaðabótaábyrgð eiganda húseignar.
  • Innbúskaskó sem tekur til skemmda á innbúi af víðtækum orsökum (valkætt).
  • Tjón á viðbyggingu og/eða sólpalli af völdum bruna, þjófnaðar eða skemmda (valkvætt).
  • Tjón á heitum potti af völdum bruna, óveðurs og skemmda (valkvætt).

Hvað bætir tryggingin ekki?

  • Tjón vegna utanaðkomandi vatns.
  • Tjón vegna stíflu í frárennslislögnum utanhúss.
  • Innbú og aðrir lausafjármunir sem eru ekki staðsettir í húseigninni að staðaldri.
  • Tjón vegna innbrots í ólæsta húseign.

Eru einhverjar sérstakar takmarkanir?

  • Áður en trygging tekur gildi þarf eftir atvikum að meta ástand húseignarinnar af sérfræðingum TM.
  • Tryggingafjárhæð húseignarinnar takmarkast við brunabótamat húseignar eða eignarhluta hins tryggða.
  • Tryggingin tekur ekki til t.d. snjallsíma, snjallúra, skartgripa eða úra.
  • Tilteknir munir sem eru tryggðir sem innbú afskrifast eftir reglum sem fram koma í skilmálum.

Hvar gildir tryggingin?

  • Tryggingin gildir fyrir húseignina sem tryggingin er tekin fyrir og á þeim stað sem tilgreindur er í skírteini.

Hverjar eru mínar skyldur?

  • Veita allar nauðsynlegar upplýsingar við töku tryggingar, við endurnýjun og eftir þörfum á meðan tryggingin er í gildi.
  • Tilkynna tjón til okkar tafarlaust og eigi síðar en innan árs frá tjónsatviki.
  • Tilkynna lögreglu tafarlaust um innbrot, þjófnað, skemmdarverk og rán með ósk um rannsókn.
  • Reyna að afstýra tjóni eða takmarka það eins og hægt er.
  • Í óupphituðum húsum skal vera lokað fyrir vatnsaðstreymi og vatnslögn og víðtengd tæki skulu vera tæmd þegar hætta er á frosti.

Hvenær og hvernig greiði ég fyrir trygginguna?


Almennt er hægt að velja um nokkrar leiðir til að greiða fyrir trygginguna, þ.e. í einu lagi við útgáfu og hverja endurnýjun, með greiðsludreifingu í netbanka eða með kreditkorti.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

Tryggingin gildir almennt í 12 mánuði frá því tímamarki sem getið er í skírteini og endurnýjast sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp á því tímabili.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

  • Almennt er hægt að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu með skriflegri uppsögn ef þú færir þig til annars tryggingafélags eða hefur ekki lengur þörf fyrir hana. Iðgjald er þó greitt fyrir þann hluta tímabilsins sem tryggingin var í gildi.