Ábend­ingar og kvart­anir

Ábend­ingar og kvart­anir

Það er TM mikið kappsmál að sérhver sá sem á viðskipti við TM, hvort sem viðskiptin lúta að sjálfum tryggingunum, iðgjöldum, tjónum, greiðslu skulda eða öðru, fái sem besta þjónustu og að hún sé heiðarleg og sanngjörn. Ekki er þó hægt að útiloka að einhverjir hnökrar komi upp í viðskiptum eins og hér um ræðir og að viðskiptavinur sé ósáttur við samskipti sín við félagið.

Þá er mikilvægt að viðskiptavinur láti óánægju sína í ljós með ábendingum um það sem betur má fara í starfsemi félagsins eða komi á framfæri formlegri kvörtun svo félagið geti brugðist við og leiðrétt það sem aflaga fór, gert nauðsynlegar breytingar í starfsemi sinni ellegar komið á framfæri frekari rökstuðningi eða útskýringum varðandi kvörtunarefnið.

Koma má kvörtunum eða ábendingum á framfæri með því að senda tölvupóst á netfangið kvartanir@tm.is.


Sjá stefnu og reglur um meðhöndlun kvartana.