Hjólreiða­trygging

Hjólreiðatrygging TM tryggir bæði hjólið þitt og þig svo þú getir hjólað áhyggjulaus allan ársins hring.

Hjólreiðatrygging TM tryggir hjólið þitt fyrir skemmdum og þjófnaði og þig fyrir slysum og sjúkrakostnaði. Tryggingin gildir á æfingum og í keppnum, bæði á Íslandi og erlendis.

 

Tryggingin samanstendur af fjórum mögulegum liðum: munatryggingu, ábyrgðartryggingu, slysatryggingu og sjúkrakostnaðartryggingu erlendis. Þú setur trygginguna saman eins og þér hentar með aðstoð rafræns ráðgjafa og getur séð strax hvað þín trygging kostar. Að því loknu klárar þú ferlið í gegnum TM appið með því að taka myndir af hjólinu. Þetta er einfalt og tekur örfáar mínútur.

Algengar spurningar

Þarftu aðstoð við að stilla þessu upp?

Rafræni ráðgjafinn getur aðstoðað þig við að sníða þessa tryggingu að þínum þörfum og gefið þér upp verð áður en þú ákveður þig. Ferlið tekur bara nokkrar mínútur.