Stjórn og sam­þykktir TM trygginga hf.

Stjórn TM trygginga hf.

Inga Björg Hjaltadóttir, stjórnarformaður

Inga Björg var fyrst kjörin í stjórn TM í apríl 2021. Hún útskrifaðist með Cand. Jur. gráðu frá Háskóla Íslands árið 1995 og hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 2003. Hún er einn stofnenda og hefur starfað hjá Attentus mannauði og ráðgjöf sem ráðgjafi frá árinu 2007, auk þess að sinna lögmannsstörfum. Inga starfaði áður hjá Eimskip og Reykjavíkurborg. Inga var meðeigandi í Lögfræðistofu Reykjavíkur 2016-2020 og hefur starfað sem lögmaður 2003-2023. Inga hefur áður setið í fjölmörgum stjórnum, endurskoðunarnefndum og starfskjaranefndum, m.a. í stjórn Kviku 2012-2021, hjá Carbon Recycling International og Reykjavíkurborg og B-hlutafélögum samstæðu Reykjavíkurborgar 2016-2023 og hefur sinnt stundakennslu við Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík.

Inga Björg er óháð félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.

Inga Björg er fædd árið 1970.



Þorvarður Sveinsson, varaformaður stjórnar

Þorvarður var fyrst kjörinn í stjórn TM í apríl 2021. Hann er framkvæmdastjóri Farice og starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Sýn. Þorvarður hefur reynslu sem framkvæmdastjóri, yfirmaður stefnumótunar og fjárfestingastjóri og hefur gegnt stjórnarstörfum í fjölda fyrirtækja á Íslandi og á Norðurlöndum, m.a. í Lýsingu, Lyfju, Símanum, Mílu, Öryggismiðstöð Íslands, Símanum Danmark og Vodafone Færeyjum.

Þorvarður er með M.Eng. gráðu í verkfræði frá Harvard University og B.SC. í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands. Þorvarður er óháður félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.

Þorvarður er fæddur árið 1977.



Einar Sigurðsson

Einar var kjörinn í stjórn TM í maí 2023. Hann er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ og MBA gráðu frá Babson College. Einar er varaformaður stjórnar Ísfélags Vestmannaeyja og hefur starfað fyrir tengd félög undanfarinn áratug. Þar áður starfaði hann hjá Glitni banka, Íslandsbanka og skilanefnd Glitnis.

Einar situr jafnframt í stjórnum Korputorgs, Vaxa Technologies, Upphafs fasteignafélags og Myllunnar-Ora. Einar er óháður félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.

Einar er fæddur árið 1977.



Helga Kristín Auðunsdóttir

Helga Kristín var kjörin í stjórn TM í maí 2023. Hún er með doktorsgráðu í lögfræði frá Fordham háskóla í New York. Hún lauk BS gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2004 og ML gráðu í lögfræði árið 2006 frá sama skóla. Lauk hún LL.M. gráðu í lögfræði frá háskólanum í Miami í alþjóðlegum viðskiptarétti og samningagerð. Þá nam Helga Kristín lögfræði við Aristotle háskólann í Thessaloniki í Grikklandi. Í doktorsnámi sínu við Fordham háskólann rannsakaði Helga m.a. fjárfestingar vogunarsjóða og hvaða þættir hafa áhrif á það hvernig þeir beita sér sem hluthafar í skráðum félögum.

Helga Kristín kennir við lagadeild Háskólans í Reykjavík, en starfaði áður um tíu ára skeið sem stjórnandi og lektor við Háskólann á Bifröst. Þar áður starfaði hún sem lögfræðingur FGM/Auðkennis, nú hluti af Seðlabanka Íslands, sem lögfræðingur hjá Stoðum hf., áður FL Group, og sem kennari við lagadeild University of Miami árið 2010-2011. Helga Kristín sat í aðalstjórn TM hf. frá árinu 2020 og í varastjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. á árunum 2012-2015.

Helga Kristín situr í stjórn Kviku, móðurfélags TM, og telst því ekki óháð stórum hluthöfum. Innri stefnum, reglum og ferlum TM um armslengdarsjónarmið, hagsmunaárekstra og skjölun ákvarðana er ætlað að tryggja að stjórnarseta hennar skapi ekki hættu á hagsmunaárekstrum.

Helga Kristín er fædd árið 1980.



Thomas Skov Jensen

Thomas Skov Jensen var kjörinn í stjórn TM trygginga í apríl 2024. Hann hefur lokið M.Sc Civ Eng meistaranámi í byggingaverkfræði við Technical University of Denmark, MBA námi við háskólann í Reykjavík og er með vottun í Financial Risk Management frá GARP. Thomas Skov hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi með áherslu á fjármál og áhættustýringu og hóf störf í maí 2024 sem deildarstjóri áætlunardeildar hjá Ístak hf. Hann starfaði sem yfirmaður áhættustýringar Kviku banka hf. og MP banka hf. á árunum 2008-2023. Áður var hann verkefnastjóri hjá Eflu verkfræðistofu, Ístak hf. og Pihl &sön as.

Thomas Skov sat í stjórn Netgíró á árunum 2017-2018 og í stjórn Gamma á árunum 2008-2013. Vegna starfa sinna fyrir Kviku banka telst Thomas Skov ekki óháður stórum hluthöfum. Innri stefnum, reglum og ferlum TM um armslengdarsjónarmið, hagsmunaárekstra og skjölun ákvarðana er ætlað að tryggja að stjórnarseta hans skapi ekki hættu á hagsmunaárekstrum.

Thomas Skov er fæddur árið 1972.



Starfsreglur stjórnar

Starfsreglur endurskoðunarnefndar

Starfsreglur áhættunefndar



Varamenn í stjórn:

  • Bjarki Már Baxter
  • Bryndís Hrafnkelsdóttir

Endurskoðunarnefnd:

  • Þorvarður Sveinsson, formaður
  • Helga Kristín Auðunsdóttir
  • Margret G. Flóvenz

Áhættunefnd:

  • Þorvarður Sveinsson, formaður
  • Inga Björg Hjaltadóttir
  • Guðmundur Örn Þórðarson

Hafa má samband við stjórn TM á netfanginu stjorn@tm.is.