Tryggingamiðstöðin

HUGSUM
Í FRAMTÍÐ

Hugsum í framtíð

Í takt við samfélagsbreytingar hefur þjónusta TM við viðskiptavini sína gjörbreyst á því 61 ári sem félagið hefur starfað. Þarfir og aðstæður fólks eru misjafnar, taka sífelldum breytingum og þjónustan verður að taka mið af því. Helsta áskorun okkar í dag snýr að þeim miklu breytingum sem orðið hafa vegna örra tækniframfara. Tölvu- og snjallsímaþróunin hefur þegar umbylt mörgu í okkar daglega lífi á skömmum tíma, en allt er þetta rétt að byrja.


Gott að vita

Hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að starfslokum?

Starfslok eru tímamót í lífi hvers manns og fela í sér miklar breytingar. Auðveldara er að takast á við slíkar breytingar með undirbúningi, þ.e. ef maður er búinn undir það sem koma skal, svo skrefið inn í nýja tíma verði ekki erfitt heldur frekar fullt af tilhlökkun. En hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að starfslokum?Fótbolti

TM mótið í Kórnum haldið um helgina

Helgina 20.-21.janúar verður TM mótið í Kórnum 2018 haldið í Kópavogi.  Mótið er haldið í fjórða sinn á jafn mörgum árum við góðan orðstír.  Á mótinu keppa stelpur í 5., 6., 7. og 8. flokki frá 25 félögum. 5. og 6.flokkur keppa laugardaginn 20. janúar og 7. og 8.flokkur keppa sunnudaginn 21.janúar.