TM appið
TM appið er þægileg samskiptaleið sem sparar þér tíma og fyrirhöfn. Með appinu getur þú tilkynnt tjón og fengið bætur greiddar samstundis. Þú getur einnig framkvæmt skoðun á bíl, hjóli og rafhjóli þegar þér hentar í stað þess að mæta á staðinn. Á ferðalagi getur þú staðfest gildandi ferðatryggingu eða fengið beint samband við neyðaraðstoð. Einnig er einfalt yfirlit í appinu þar sem þú sérð allar þínar tryggingar, kostnað við þær og upplýsingar um hvað innifalið er í þeim. TM appið fækkar flækjunum og einfaldar tryggingamálin þín.
Þjónusta í appinu
Fáðu tjónið bætt á 60 sekúndum
Með appinu getur þú tilkynnt um öll algengustu tjón á munum sem kunna að verða á heimilinu, svo sem á snjalltækjum, tölvum, sjónvarpstækjum, myndavélum og gleraugum. Appið leiðir þig þá í gegnum einfalt ferli sem tekur örskotsstund og lýkur með því að bætur eru greiddar inn á bankareikning.
Áhyggjulaus ferðalög
Þú þarft ekki lengur að sækja um plastkort fyrir alla fjölskyldumeðlimi áður en lagt er af stað í ferðalag, nú dugir að hafa TM appið í símanum. Þar er hægt að sjá staðfestingu á gildandi ferðatryggingu og senda samstundis á hvaða netfang sem er. Þú hefur sömuleiðis allar upplýsingar um hvað ferðatryggingin innifelur. Ef eitthvað kemur upp á geturðu svo fengið beint samband við neyðarþjónustu SOS International í gegnum appið hvenær sem er sólarhringsins.
Farartækjaskoðanir í appinu
Þú þarft ekki að mæta á staðinn með bílinn eða ferðavagninn til skoðunar vegna kaskótrygginga. Skoðunin fer einfaldlega fram í appinu þar sem þú tekur myndir af farartækinu og virkjar þar með trygginguna. Á sama hátt fer skoðun fyrir hjól og rafhjól fram vegna hjólreiða- og rafhjólatrygginga.
Bættu við kaskótryggingu
Ef þú ert nú þegar með ökutækjatryggingu hjá TM fyrir bílinn þinn er mjög auðvelt að bæta við kaskótryggingu í appinu. Þú sérð strax hvað tryggingin mun kosta og hvað er innifalið. Í framhaldinu getur þú framkvæmt kaskóskoðun í gegnum appið. Skoðunin er samþykkt rafrænt og um leið tekur tryggingin gildi. Þetta er fljótlegt, einfalt og alsjálfvirkt ferli.