Gagna­gátt

Gagnagátt TM

Hægt er að senda okkur upplýsingar og viðkvæm skjöl á öruggan hátt í gegnum Gagnagátt TM . Viðkvæm skjöl eru t.d. skjöl sem innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar, læknisvottorð, umsóknir um persónutryggingar o.fl. Til þess að geta nýtt sér þessa leið þarf að hafa gild rafræn skilríki í síma.

Við innskráningu opnast Móttökugáttin og þar þarf að smella á „Ná í skjal“ eða draga það hingað undir „Innihald sendingar“ og einnig velja „Hóp“ undir „Móttakendur“ en það er sá hópur sem mun taka á móti skjalinu.

Umsóknir um persónutryggingar eiga að berast á hópinn „Persónutryggingar“.

Tjónstilkynningar og gögn vegna slysa og veikinda eiga að berast á hópinn „Líkamstjón“.

Önnur gögn eiga að berast á hópinn „Einstaklingsþjónusta“.

Gögnin sem berast til TM með þessum hætti eru dulkóðuð þannig að viðtakandi þeirra, sem hefur til þess heimild, er sá eini sem getur opnað þau. Starfsfólk TM er bundið trúnaði og þagnarskyldu varðandi allar þær upplýsingar með gögnin geyma. Við vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga er ávallt gætt ákvæða laga um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga nr. 90/​2018.

Opna Gagnagátt