Bóka tíma

Þó svo að hægt sé að leysa öll mál í TM appinu eða rafrænt á vefnum hentar það ekki alltaf. Starfsfólk TM er alltaf reiðubúið til að aðstoða þig og hér getur þú bókað heimsókn eða fjarfund með ráðgjafa.

Leiðbeiningar um fjarfund á Teams

  1. Teams keyrir ekki eins vel í öllum vöfrum. Gjarnan er mælt með Google Chrome eða Edge.
  2. Opnaðu tölvupóstinn sem inniheldur fundarboðið frá TM.
  3. Smelltu á hnappinn Hefja fund.
  4. Ef þú ert með Teams forritið á tölvunni þinni gæti þér verið boðið að fara úr vafra yfir í forritið, þá velur þú Open.
  5. Ef þú ert ekki með Teams forritið uppsett á tölvunni þinni getur þú valið um að sækja forritið eða að halda áfram í vafranum. Hið síðara er einfaldara.
  6. Þegar valmyndin opnast gætir þú þurft að opna fyrir hljóð og myndavél.
  7. Smelltu á Join Now til að tengjast fundinum.
  8. Athugaðu að ef þú tengist fundinum á undan ráðgjafa TM gætir þú þurft að bíða augnablik þar til hann tengist.