Slysatrygging í frítíma

Tryggingin greiðir bætur vegna slysa í frítíma, við heimilisstörf og við skólanám.

Tryggingin bætir

 • Slys sem verða við almenna íþróttaiðkun.
 • Tannbrot vegna slysa.
 • Dánarbætur
 • Örorkubætur
 • Kostnað vegna læknisvottorða og örorkumats.

Tryggingin bætir ekki

 • Slys sem verða í vinnu.
 • Slys af völdum vélknúins ökutækis sem er skráningarskylt.
 • Slys í áhættuíþróttum, svo sem teygjustökki og fjallaklifri.
 • Slys sem 16 ára og eldri verða fyrir við keppni og æfingar fyrir keppni.
 • Brjósklos
 • Brot gervigóma.
 • Sjúkrakostnað og sjúkraþjálfun.
 • Dagpeninga
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.