Skaðsemisábyrgð

Skaðsemisábyrgðartrygging er innifalin að takmörkuðu leyti í ábyrgðartryggingu fyrir atvinnurekstur hjá TM en hún er mikilvæg öllum þeim sem selja, dreifa og/eða framleiða hverskonar vöru.  

Hægt er að kaupa sérstaka skaðsemisábyrgðartryggingu sem sniðin er að þörfum hvers og eins með tilliti til vátryggingarfjárhæðar og fleiri þátta.


Tryggingin bætir

  • Tekur til skaðabótaábyrgðar sem fellur á hinn vátryggða vegna líkamstjóns eða skemmda á munum af völdum hættulegra eiginleika vöru sem vátryggður framleiðir og/eða selur á Íslandi.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón, sem verður erlendis, er ekki bætt nema um það sé samið sérstaklega
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.