Lögboðnar starfsábyrgðartryggingar

Samkvæmt lögum eru nokkrar starfsstéttir skyldugar að kaupa og viðhalda starfsábyrgðartryggingu. Slíkar vátryggingar bæta viðskiptavinum þeirra sem tryggt hafa almennt fjártjón sem þeir kunna að verða fyrir vegna starfa sinna.

Eftirtaldar starfsstéttir/aðilar eru skyldugir til að kaupa starfsábyrgðartryggingu:

 • Bifreiðasalar notaðra ökutækja
 • Bílaleigur
 • Byggingarstjórar
 • Fasteigna- og skipasalar
 • Hönnuðir aðal- og séruppdrátta
 • Innheimtuaðilar
 • Leigumiðlarar
 • Löggiltir endurskoðendur
 • Lögmenn
 • Verðbréfamiðlarar
 • Aðilar sem dreifa vátryggingum sem aukaafurð

Tryggingin bætir

 • Vátryggt er gegn bótaskyldu, er fellur á vátryggingartaka þegar þriðji maður verður fyrir almennu fjártjóni, sem rakið verður til starfa vátryggingartaka sjálfs eða starfsmanns hans

Tryggingin bætir ekki

 • Ásetning vátryggingartaka eða starfsmanns hans.
 • Sektir sem falla á vátryggingartaka eða þriðja mann.
 • Slys á manni, annars líkamstjóns eða skemmda á munum.
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.