Frjálsar starfsábyrgðartryggingar

Aðrar starfsstéttir hafa auk þess möguleika á að tryggja sig vegna skaðabótaábyrgðar við sérfræðistörf.

Sem dæmi má nefna:

 • Arkitekta
 • Lækna
 • Rekstrarráðgjafa
 • Tæknifræðinga
 • Umboðsmenn eigenda vörumerkja og einkaleyfa
 • Verkfræðinga
 • Bókara
 • Skoðunarmanna fasteigna

Tryggingin bætir

 • Vátryggt er gegn bótaskyldu er fellur á vátryggingartaka þegar þriðji maður verður fyrir almennu fjártjóni sem rakið verður til starfa vátryggingartaka sjálfs eða starfsmanns hans.

Tryggingin bætir ekki

 • Ásetning vátryggingartaka eða starfsmanns hans.
 • Sektir sem falla á vátryggingartaka eða þriðja mann.
 • Slys á manni, annað líkamstjón eða skemmdir á munum.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.