Sjúklingatryggingar

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstéttir og heilbrigðisstofnanir verða að hafa sjúklingatryggingu í gildi samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu nr. 11/2000. Vátryggingin gildir á Íslandi.

Tryggingin bætir

  • Vátryggt er gegn bótaskyldu, er fellur á vátryggingartaka í því tilviki, að sjúklingur verður fyrir líkamlegu eða geðrænu tjóni hér á landi, sem vátryggingartaki ber ábyrgð á skv. (samkvæmt) lögum um sjúklingatryggingu. Látist sjúklingur, tekur vátryggingin til bótaskyldu vátryggingartaka skv. sömu lögum vegna missis framfæranda.

Tryggingin bætir ekki

  • að vátryggingartaki taki á sig ábyrgð, sem er víðtækari en bótaskylda hans skv. lögum um sjúklingatryggingu,
  • sektir eða önnur viðurlög, sem falla á vátryggingartaka eða þriðja mann,
  • líkamstjón eða geðrænt tjón á öðrum en sjúklingi sjálfum,
  • skemmdir á munum,
  • starfsemi vátryggingartaka utan Íslands eða bótaábyrgð sem er ríkari en eftir íslenskum reglum um skaðabótagrundvöll eða ákvörðun bótafjárhæðar.
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.