Ábyrgðartrygging stjórnenda

Ábyrgðartryggingin er til hagsbóta fyrir stjórnendur og stjórnarmenn fyrirtækisins sem vátryggingin er keypt fyrir.  Stjórnendur og stjórnarmenn fyrirtækja geta verið persónulega ábyrgir fyrir athöfnum sínum eða athafnaleysi og bakað sér þannig skaðabótaskyldu.

Í íslenskum hlutafélagalögum er m.a. nánar kveðið á um slíka persónulega ábyrgð. Vátryggingin nær til bótakrafna sem tilkynnt er um á gildistíma vátryggingarinnar.