Innbústrygging

Innbústrygging TM veitir alhliða vernd fyrir innbú heimilisins. 

Tryggingin bætir

 • Bruni: Tjón vegna bruna, eldsvoða, eldingar eða sprengingar, svo og skyndilegs sótfalls frá kynditækjum.
 • Vatn: Skemmdir af völdum vatns, olíu eða annars vökva sem skyndilega og óvænt streymir úr leiðslum hússins og tækjum tengdum þeim, þó ekki niðurföllum eða þakrennum.
 • Innbrot: Tjón vegna þjófnaðar við innbrot í læsta íbúð eða bifreið. Það skilyrði er þó sett að á vettvangi séu greinileg og ótvíræð merki þess að brotist hafi verið inn.
 • Rán: Tjón vegna töku muna með líkamlegu ofbeldi eða hótunum.
 • Kæli- og frystivörur: Skemmdir á frystikistu eða ísskáp svo og matvælum í þeim sem verða vegna þess að rafstraumur rofnar skyndilega og óvænt.
 • Þvottur: Skemmdir á þvotti af völdum ofhitunar í þvottavél eða þurrkara sem stafar af bilun í þvottavélinni eða þurrkaranum.
 • Umferðaróhapp: Skemmdir á innbúi sem er í ökutæki er lendir í umferðaróhappi og fást ekki bættar úr öðrum tryggingum.
 • Brot- og hrun: Skemmdir sem verða á innbúi af völdum þess að munir úr innbúi detta niður og brotna án utanaðkomandi áhrifa.
 • Fok- og óveður: Skemmdir á hinu vátryggða af völdum óveðurs, 28,5 m/sek, og tjónið er afleiðing þess að vindur hefur rofið þak, glugga eða aðra hluta hússins.

Tryggingin bætir ekki

 • Tjón vegna sviðnunar eða bráðnunar sem ekki verður talin eldsvoði.
 • Tjón frá glóð vegna tóbaksreykinga og eldstæða.
 • Tjón af völdum utanaðkomandi vatns, svo sem grunnvatns, úrkomu, flóða eða snjóbráðar eða vatns sem þrýstist upp úr skólpleiðslum.
 • Tjón sem verður þegar eigandi gleymir eða umgengst þannig að við missi mætti búast.
 • Tjón vegna þjófnaðar á eða úr tjöldum og tjaldvögnum. Einnig úr ólæstum vistarverum og farartækjum.
 • Tjón sem eigandi, eða sá sem hefur heimild til að vera á heimili hans, veldur af ásetningi.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.